Innlent

Rafmagnstruflanir fyrir vestan

Mynd/OV.IS
Breiðadalslína 1 á Vestfjörðum leysti út rétt eftir miðnætti og var rafmagn komið á aftur um tíu mínutúm síðar. Á heimasíðu Orkubús Vesfjarða segir að orsök útsláttarins séu ókunn en rafmagn fór meðal annars af Bolungarvík og af Ísafirði.

Leiðindafærð var í gærkvöldi í Önundarfirði og Súgandafirði að sögn lögreglu og í síðarnenfnda firðinum festust fjórir bílar sem björgunarsveitirnar þurftu að koma til aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×