Fækkun ríkisstarfsmanna til skoðunar hjá hagræðingarhópi Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. júlí 2013 18:30 Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur fengið umboð meðal annars til að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna, samkvæmt erindisbréfi hópsins sem fréttastofa hefur undir höndum. Í bréfinu er hópurinn beðinn um að leggja til kerfisbreytingar í ríkisrekstri til að ná fram sparnaði. Fyrir helgi var kynntur sérstakur hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar en hann skipa þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason og Vigdís Hauksdóttir frá Framsóknarflokki og Guðlaugur Þór Þórðarson og Unnur Brá Konráðsdóttir frá Sjálfstæðisflokki. Þetta hér er erindisbréf hópsins (sjá myndskeið). Þar segir að hópnum sé ætlað að leggja til aðgerðir til að hagræða, forgangsráða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Í þeirri vinnu sé nauðsynlegt að fara yfir stóra útgjaldaliði ríkisins, svo sem fjölda stöðugilda, skipulag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera megi kerfisbreytingar sem leiði til aukinnar framleiðni og betri nýtingar fjármuna án þess að draga þrótt úr öllu kerfinu.Fækkun ríkisstarfsmanna til langs tíma Athygli vekur að þarna er sérstaklega vikið að fjölda stöðugilda hjá ríkinu, en launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana. Þarna blasir það við svart á hvítu að umboð hópsins nær til þess að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna en slíkri hagræðingu má m.a ná fram með kerfisbreytingum eins og sameiningum eða niðurlagningu stofnana.Blasir ekki við að það þurfi að fækka ríkisstarfsmönnum ef menn ætla að spara myndarlega hjá ríkissjóði í ljósi þess að launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana? „Það getur verið að ríkisstarfsmönnum fækki til langs tíma. Þessi hópur á að skoða langtímaáhrifin og reyna að hagræða á þann hátt að þjónusta við almenning verði að minnsta kosti jafngóð áfram og helst betri. Til langs tíma má hugsa sér að með sameiningu stofnana þá fækki ríkisstarfsmönnum en það er ekki gert ráð fyrir verulegum uppsögnum ríkisstarfsmanna enda er hagkerfið viðkvæmt fyrir slíku. Við höfum séð slíkar aðgerðir í mörgum Evrópulöndum að undanförnu þar sem farið hefur verið í harðan niðurskurð, ef svo má segja, og fjölda fólks sagt upp en það hefur þá bara lent á ríkinu sem kostnaður annars staðar. Þannig að þetta er meira spurning um langtímaáhrif," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur fengið umboð meðal annars til að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna, samkvæmt erindisbréfi hópsins sem fréttastofa hefur undir höndum. Í bréfinu er hópurinn beðinn um að leggja til kerfisbreytingar í ríkisrekstri til að ná fram sparnaði. Fyrir helgi var kynntur sérstakur hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar en hann skipa þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason og Vigdís Hauksdóttir frá Framsóknarflokki og Guðlaugur Þór Þórðarson og Unnur Brá Konráðsdóttir frá Sjálfstæðisflokki. Þetta hér er erindisbréf hópsins (sjá myndskeið). Þar segir að hópnum sé ætlað að leggja til aðgerðir til að hagræða, forgangsráða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Í þeirri vinnu sé nauðsynlegt að fara yfir stóra útgjaldaliði ríkisins, svo sem fjölda stöðugilda, skipulag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera megi kerfisbreytingar sem leiði til aukinnar framleiðni og betri nýtingar fjármuna án þess að draga þrótt úr öllu kerfinu.Fækkun ríkisstarfsmanna til langs tíma Athygli vekur að þarna er sérstaklega vikið að fjölda stöðugilda hjá ríkinu, en launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana. Þarna blasir það við svart á hvítu að umboð hópsins nær til þess að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna en slíkri hagræðingu má m.a ná fram með kerfisbreytingum eins og sameiningum eða niðurlagningu stofnana.Blasir ekki við að það þurfi að fækka ríkisstarfsmönnum ef menn ætla að spara myndarlega hjá ríkissjóði í ljósi þess að launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana? „Það getur verið að ríkisstarfsmönnum fækki til langs tíma. Þessi hópur á að skoða langtímaáhrifin og reyna að hagræða á þann hátt að þjónusta við almenning verði að minnsta kosti jafngóð áfram og helst betri. Til langs tíma má hugsa sér að með sameiningu stofnana þá fækki ríkisstarfsmönnum en það er ekki gert ráð fyrir verulegum uppsögnum ríkisstarfsmanna enda er hagkerfið viðkvæmt fyrir slíku. Við höfum séð slíkar aðgerðir í mörgum Evrópulöndum að undanförnu þar sem farið hefur verið í harðan niðurskurð, ef svo má segja, og fjölda fólks sagt upp en það hefur þá bara lent á ríkinu sem kostnaður annars staðar. Þannig að þetta er meira spurning um langtímaáhrif," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira