Fækkun ríkisstarfsmanna til skoðunar hjá hagræðingarhópi Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. júlí 2013 18:30 Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur fengið umboð meðal annars til að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna, samkvæmt erindisbréfi hópsins sem fréttastofa hefur undir höndum. Í bréfinu er hópurinn beðinn um að leggja til kerfisbreytingar í ríkisrekstri til að ná fram sparnaði. Fyrir helgi var kynntur sérstakur hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar en hann skipa þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason og Vigdís Hauksdóttir frá Framsóknarflokki og Guðlaugur Þór Þórðarson og Unnur Brá Konráðsdóttir frá Sjálfstæðisflokki. Þetta hér er erindisbréf hópsins (sjá myndskeið). Þar segir að hópnum sé ætlað að leggja til aðgerðir til að hagræða, forgangsráða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Í þeirri vinnu sé nauðsynlegt að fara yfir stóra útgjaldaliði ríkisins, svo sem fjölda stöðugilda, skipulag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera megi kerfisbreytingar sem leiði til aukinnar framleiðni og betri nýtingar fjármuna án þess að draga þrótt úr öllu kerfinu.Fækkun ríkisstarfsmanna til langs tíma Athygli vekur að þarna er sérstaklega vikið að fjölda stöðugilda hjá ríkinu, en launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana. Þarna blasir það við svart á hvítu að umboð hópsins nær til þess að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna en slíkri hagræðingu má m.a ná fram með kerfisbreytingum eins og sameiningum eða niðurlagningu stofnana.Blasir ekki við að það þurfi að fækka ríkisstarfsmönnum ef menn ætla að spara myndarlega hjá ríkissjóði í ljósi þess að launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana? „Það getur verið að ríkisstarfsmönnum fækki til langs tíma. Þessi hópur á að skoða langtímaáhrifin og reyna að hagræða á þann hátt að þjónusta við almenning verði að minnsta kosti jafngóð áfram og helst betri. Til langs tíma má hugsa sér að með sameiningu stofnana þá fækki ríkisstarfsmönnum en það er ekki gert ráð fyrir verulegum uppsögnum ríkisstarfsmanna enda er hagkerfið viðkvæmt fyrir slíku. Við höfum séð slíkar aðgerðir í mörgum Evrópulöndum að undanförnu þar sem farið hefur verið í harðan niðurskurð, ef svo má segja, og fjölda fólks sagt upp en það hefur þá bara lent á ríkinu sem kostnaður annars staðar. Þannig að þetta er meira spurning um langtímaáhrif," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur fengið umboð meðal annars til að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna, samkvæmt erindisbréfi hópsins sem fréttastofa hefur undir höndum. Í bréfinu er hópurinn beðinn um að leggja til kerfisbreytingar í ríkisrekstri til að ná fram sparnaði. Fyrir helgi var kynntur sérstakur hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar en hann skipa þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason og Vigdís Hauksdóttir frá Framsóknarflokki og Guðlaugur Þór Þórðarson og Unnur Brá Konráðsdóttir frá Sjálfstæðisflokki. Þetta hér er erindisbréf hópsins (sjá myndskeið). Þar segir að hópnum sé ætlað að leggja til aðgerðir til að hagræða, forgangsráða og auka skilvirkni í rekstri stofnana ríkisins. Í þeirri vinnu sé nauðsynlegt að fara yfir stóra útgjaldaliði ríkisins, svo sem fjölda stöðugilda, skipulag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera megi kerfisbreytingar sem leiði til aukinnar framleiðni og betri nýtingar fjármuna án þess að draga þrótt úr öllu kerfinu.Fækkun ríkisstarfsmanna til langs tíma Athygli vekur að þarna er sérstaklega vikið að fjölda stöðugilda hjá ríkinu, en launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana. Þarna blasir það við svart á hvítu að umboð hópsins nær til þess að leggja til fækkun ríkisstarfsmanna en slíkri hagræðingu má m.a ná fram með kerfisbreytingum eins og sameiningum eða niðurlagningu stofnana.Blasir ekki við að það þurfi að fækka ríkisstarfsmönnum ef menn ætla að spara myndarlega hjá ríkissjóði í ljósi þess að launakostnaður er stærsti útgjaldaliður ríkisstofnana? „Það getur verið að ríkisstarfsmönnum fækki til langs tíma. Þessi hópur á að skoða langtímaáhrifin og reyna að hagræða á þann hátt að þjónusta við almenning verði að minnsta kosti jafngóð áfram og helst betri. Til langs tíma má hugsa sér að með sameiningu stofnana þá fækki ríkisstarfsmönnum en það er ekki gert ráð fyrir verulegum uppsögnum ríkisstarfsmanna enda er hagkerfið viðkvæmt fyrir slíku. Við höfum séð slíkar aðgerðir í mörgum Evrópulöndum að undanförnu þar sem farið hefur verið í harðan niðurskurð, ef svo má segja, og fjölda fólks sagt upp en það hefur þá bara lent á ríkinu sem kostnaður annars staðar. Þannig að þetta er meira spurning um langtímaáhrif," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira