Konur á verðbréfamarkaði A. Kristín Jóhannsdóttir skrifar 10. apríl 2013 07:00 Fregnir berast af því að almenningur sé farinn að líta til fjárfestinga í hlutabréfum í auknum mæli. Þetta eru góðar fréttir þar sem þátttaka almennings í hlutabréfaviðskiptum er nauðsynleg til að renna frekari stoðum undir hlutabréfamarkaðinn. Það er líka fagnaðarefni að fyrirtæki séu farin að ná aftur til fjárfesta. Þau þurfa fjármagn til vaxtar og til að efla reksturinn, og fjárfestar vilja geta valið um leiðir til ávöxtunar á sparifé sínu. Við höfum stundum vísað í könnun sem Viðskiptablaðið stóð fyrir árið 2011 þar sem fram kom sláandi munur á fjárfestingaráformum kvenna og karla, en skv. niðurstöðum könnunarinnar hafði einungis 4% kvenna í hyggju að fjárfesta á hlutabréfamarkaði næstu 12 mánuði á eftir, samanborið við 17% karla.Minni áhættusækni Þessi afar litli áhugi kvenna er tilefni til frekari skoðunar. Á hlutabréfamarkaðnum í dag (einstaklingar) eru karlar tvöfalt fleiri en konur í hluthafahópi fyrirtækja (janúar 2013 – skráð fyrirtæki). Kvenhluthafar eru 29% af heildinni en karlar 57%. Aðrir eigendur eru lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir, fyrirtæki og aðrir lögaðilar. Þessi staða endurspeglar ekki þann fjölbreytileika sem við viljum að markaðurinn beri vott um. Þrátt fyrir miklar breytingar á högum kvenna undanfarna áratugi með aukinni menntun, þátttöku á vinnumarkaði og hærri launum, þá líta þær ekki til fjárfestinga á hlutabréfamarkaði í sama mæli og karlar til að ávaxta sparnað sinn til framtíðar eða taka þátt í uppbyggingu atvinnulífs í gegnum viðskipti með skráð hlutabréf. Það hefur sýnt sig í könnunum erlendis að þær konur sem hafa áhuga á verðbréfamarkaðnum líta síður á hlutabréf sem álitlegan fjárfestingarkost en horfa frekar til sjóða og ríkistryggðra fjármálagerninga. Það bendir því flest til þess að þær nálgist fjárfestingar á annan hátt en karlar og er áhættusækni þeirra að jafnaði minni. Í febrúar sendum við út könnun á meðal kvenkyns meistaranema í Háskólanum í Reykjavík og félagskvenna í FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu, til að kanna afstöðu þeirra til verðbréfamarkaðarins. Um 1.200 konur fengu könnunina og svarhlutfall var um 33%. Í könnuninni var meðal annars spurt í hverju þær fjárfestu, hvernig þær mætu þekkingu sína á verðbréfamarkaði og hvort þær gætu hugsað sér að fjárfesta í hlutabréfum á næstu 12 mánuðum. Í stuttu máli voru niðurstöður þær að 59% kvennanna fjárfesta að einhverju marki – mest í séreignarlífeyrissparnaði (68%) og þar á eftir í skráðum hlutabréfum (33%). Jafnvel þótt stór hluti þeirra hafi ekki í hyggju, eða sé óviss um, að fjárfesta á verðbréfamarkaðnum á næstunni (58%), er mikill meirihluti hópsins mjög eða nokkuð jákvæður gagnvart því að fræðast meira um markaðinn, tækifæri á honum og hvað beri að varast (83%). Þær nefndu áhættufælni, varkárni og tímaskort sem helstu ástæður fyrir lítilli þátttöku kvenna á markaðnum, en einnig að konur væru hugsanlega ekki eins áhugasamar um efnið og að sterkar hefðir væru til staðar.Viljum ryðja brautina Við viljum ryðja brautina og í samstarfi við FKA, NASKAR Investments (fjárfestingarfélag í eigu kvenna) og VÍB stöndum við fyrir verkefni þar sem sýnileiki og þátttaka kvenna á markaðnum og fræðsla verða aðalmarkmið. Tíu konum hefur verið boðið til hringborðsumræðna 11. apríl þar sem niðurstöður könnunarinnar verða ræddar og hvað megi gera til að auka þátt kvenna á markaði. VÍB mun bjóða upp á námskeið um verðbréfamarkaðinn fyrir byrjendur og lengra komna, hvort sem þær vilja byrja að fjárfesta eða bara læra meira um markaðinn og fylgjast betur með hvernig lífeyrissjóðurinn þeirra og séreignalífeyrissjóðurinn vinnur. Við teljum mjög mikilvægt að fá að heyra frá konum um hvernig þær nálgast fjárfestingar, hvað geti stuðlað að aukinni þátttöku þeirra og hvaða nálgun er farsælust. Líklegt er að niðurstöður úr þeim umræðum verði gagnlegar fyrir alla; fjárfesta og fyrirtæki, fjármálastofnanir, konur og karla. Markaðurinn mun vafalaust njóta góðs af. Konur eru helmingur allra mögulegra fjárfesta framtíðarinnar, þeirra sjónarmið eru nauðsynleg til að auka fjölbreytt skoðanaskipti á markaði sem munu styrkja hann til frambúðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fregnir berast af því að almenningur sé farinn að líta til fjárfestinga í hlutabréfum í auknum mæli. Þetta eru góðar fréttir þar sem þátttaka almennings í hlutabréfaviðskiptum er nauðsynleg til að renna frekari stoðum undir hlutabréfamarkaðinn. Það er líka fagnaðarefni að fyrirtæki séu farin að ná aftur til fjárfesta. Þau þurfa fjármagn til vaxtar og til að efla reksturinn, og fjárfestar vilja geta valið um leiðir til ávöxtunar á sparifé sínu. Við höfum stundum vísað í könnun sem Viðskiptablaðið stóð fyrir árið 2011 þar sem fram kom sláandi munur á fjárfestingaráformum kvenna og karla, en skv. niðurstöðum könnunarinnar hafði einungis 4% kvenna í hyggju að fjárfesta á hlutabréfamarkaði næstu 12 mánuði á eftir, samanborið við 17% karla.Minni áhættusækni Þessi afar litli áhugi kvenna er tilefni til frekari skoðunar. Á hlutabréfamarkaðnum í dag (einstaklingar) eru karlar tvöfalt fleiri en konur í hluthafahópi fyrirtækja (janúar 2013 – skráð fyrirtæki). Kvenhluthafar eru 29% af heildinni en karlar 57%. Aðrir eigendur eru lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir, fyrirtæki og aðrir lögaðilar. Þessi staða endurspeglar ekki þann fjölbreytileika sem við viljum að markaðurinn beri vott um. Þrátt fyrir miklar breytingar á högum kvenna undanfarna áratugi með aukinni menntun, þátttöku á vinnumarkaði og hærri launum, þá líta þær ekki til fjárfestinga á hlutabréfamarkaði í sama mæli og karlar til að ávaxta sparnað sinn til framtíðar eða taka þátt í uppbyggingu atvinnulífs í gegnum viðskipti með skráð hlutabréf. Það hefur sýnt sig í könnunum erlendis að þær konur sem hafa áhuga á verðbréfamarkaðnum líta síður á hlutabréf sem álitlegan fjárfestingarkost en horfa frekar til sjóða og ríkistryggðra fjármálagerninga. Það bendir því flest til þess að þær nálgist fjárfestingar á annan hátt en karlar og er áhættusækni þeirra að jafnaði minni. Í febrúar sendum við út könnun á meðal kvenkyns meistaranema í Háskólanum í Reykjavík og félagskvenna í FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu, til að kanna afstöðu þeirra til verðbréfamarkaðarins. Um 1.200 konur fengu könnunina og svarhlutfall var um 33%. Í könnuninni var meðal annars spurt í hverju þær fjárfestu, hvernig þær mætu þekkingu sína á verðbréfamarkaði og hvort þær gætu hugsað sér að fjárfesta í hlutabréfum á næstu 12 mánuðum. Í stuttu máli voru niðurstöður þær að 59% kvennanna fjárfesta að einhverju marki – mest í séreignarlífeyrissparnaði (68%) og þar á eftir í skráðum hlutabréfum (33%). Jafnvel þótt stór hluti þeirra hafi ekki í hyggju, eða sé óviss um, að fjárfesta á verðbréfamarkaðnum á næstunni (58%), er mikill meirihluti hópsins mjög eða nokkuð jákvæður gagnvart því að fræðast meira um markaðinn, tækifæri á honum og hvað beri að varast (83%). Þær nefndu áhættufælni, varkárni og tímaskort sem helstu ástæður fyrir lítilli þátttöku kvenna á markaðnum, en einnig að konur væru hugsanlega ekki eins áhugasamar um efnið og að sterkar hefðir væru til staðar.Viljum ryðja brautina Við viljum ryðja brautina og í samstarfi við FKA, NASKAR Investments (fjárfestingarfélag í eigu kvenna) og VÍB stöndum við fyrir verkefni þar sem sýnileiki og þátttaka kvenna á markaðnum og fræðsla verða aðalmarkmið. Tíu konum hefur verið boðið til hringborðsumræðna 11. apríl þar sem niðurstöður könnunarinnar verða ræddar og hvað megi gera til að auka þátt kvenna á markaði. VÍB mun bjóða upp á námskeið um verðbréfamarkaðinn fyrir byrjendur og lengra komna, hvort sem þær vilja byrja að fjárfesta eða bara læra meira um markaðinn og fylgjast betur með hvernig lífeyrissjóðurinn þeirra og séreignalífeyrissjóðurinn vinnur. Við teljum mjög mikilvægt að fá að heyra frá konum um hvernig þær nálgast fjárfestingar, hvað geti stuðlað að aukinni þátttöku þeirra og hvaða nálgun er farsælust. Líklegt er að niðurstöður úr þeim umræðum verði gagnlegar fyrir alla; fjárfesta og fyrirtæki, fjármálastofnanir, konur og karla. Markaðurinn mun vafalaust njóta góðs af. Konur eru helmingur allra mögulegra fjárfesta framtíðarinnar, þeirra sjónarmið eru nauðsynleg til að auka fjölbreytt skoðanaskipti á markaði sem munu styrkja hann til frambúðar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar