Innlent

Lumar þú á forngrip? Þjóðminjasafnið vill skoða hann

Það verður haldinn greiningadagur í Þjóðminjasafninu næsta sunnudag, 14. apríl, frá klukkan 14-16. Þá er almenningi boðið að koma með eigin gripi í greiningu til sérfræðinga ÞJóðminjasafnsins. Safnið leggur sérstaka áherslu á silfurgripi að þessu sinni.

Hinir svokölluðu greiningardagar safnsins hafa verið mjög vel sóttir samkvæmt tilkynningu frá Þjóðminjasafninu - og margt fróðlegt komið í ljós að auki.

Greiningar á gripum í einkaeign eru ekki aðeins fróðlegir fyrir eigendur gripanna heldur gefst sérfræðingum safnsins einnig einstakt tækifæri til að sjá þá mörgu áhugaverðu og skemmtilegu gripi sem til eru á heimilum landsmanna.

Eigendur taka gripina með sér aftur heim að greiningu og myndatöku lokinni, en greiningin snýst um aldur, efni og uppruna gripanna, ekki verðgildi þeirra.

Greiningin er ókeypis en Þjóðminjasafnið vill koma þeirri ábendingu til gesta að taka númer í afgreiðslu safnsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×