Skrifaði undir Húsavíkurlistann og situr í sóknarnefnd - Ætlar ekki að mæta á fundinn síðdegis 10. apríl 2013 16:00 Nefndarmaður í sóknarnefnd Húsavíkurkirkju, Frímann Sveinsson, er einn þeirra sem skrifuðu nafn sitt á listann ásamt 112 öðrum sveitungum til stuðnings manninum sem nauðgaði Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur. „Ég vil ekki tjá mig um þetta, málið verður bara að hafa sinn gang,“ sagði Frímann þegar Vísir hafði samband við hann en gaf hinsvegar þær upplýsingar að hann myndi ekki sitja fundinn ásamt vígslubiskupi Hóla sem fram fer nú síðdegis. Ástæðan fyrir fundinum er vegna þess að séra Sighvatur Karlsson hvatti Guðnýju Jónu til þess að kæra ekki nauðgunina heldur ná sáttum við gerandann. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir fól vígslubiskupnum, Solveigu Láru Guðmundsdóttur, að fara yfir verkferla í ofbeldismálum með sóknarpresti og sóknarbörnum vegna viðbragða Sighvats fyrir þrettán árum síðan. Eins og kunnugt er þá steig Guðný Jóna fram í Kastljósi fyrr í vikunni þar sem hún lýsti fordæmalausum viðbrögðum hluta bæjarfélagsins á Húsavík þar sem fjöldinn allur af bæjarbúum snérust á sveif með þeim sem nauðgaði henni, og að lokum skrifuðu undir opinbera stuðningsyfirlýsingu við hann og fjölskyldu hans. Listinn birtist í Skránni árið 2000. Þá var þegar búið að dæma piltinn fyrir nauðgun. Fundur Solveigar Láru með sókninni fer fram nú síðdegis. Þar mun hún fara yfir verkferla sem hún hefur þegar birt á heimasíðu sinni og má nálgast hér. Tengdar fréttir Fundar með Húsavíkurpresti síðdegis - ætlar að útskýra aðkomu presta í ofbeldismálum Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, hefur birt verkferla sem hún hyggst skýra fyrir sóknarpresti á Húsavík og sóknarnefndinni. 10. apríl 2013 11:05 Húsavíkurprestur á fund biskups „Ég er búin að boða fund á morgun [í dag] á Húsavík með sóknarnefndinni og sóknarprestinum þar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, um mál Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur, sem sagði sögu sína af nauðgun í Kastljósi. 10. apríl 2013 12:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Nefndarmaður í sóknarnefnd Húsavíkurkirkju, Frímann Sveinsson, er einn þeirra sem skrifuðu nafn sitt á listann ásamt 112 öðrum sveitungum til stuðnings manninum sem nauðgaði Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur. „Ég vil ekki tjá mig um þetta, málið verður bara að hafa sinn gang,“ sagði Frímann þegar Vísir hafði samband við hann en gaf hinsvegar þær upplýsingar að hann myndi ekki sitja fundinn ásamt vígslubiskupi Hóla sem fram fer nú síðdegis. Ástæðan fyrir fundinum er vegna þess að séra Sighvatur Karlsson hvatti Guðnýju Jónu til þess að kæra ekki nauðgunina heldur ná sáttum við gerandann. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir fól vígslubiskupnum, Solveigu Láru Guðmundsdóttur, að fara yfir verkferla í ofbeldismálum með sóknarpresti og sóknarbörnum vegna viðbragða Sighvats fyrir þrettán árum síðan. Eins og kunnugt er þá steig Guðný Jóna fram í Kastljósi fyrr í vikunni þar sem hún lýsti fordæmalausum viðbrögðum hluta bæjarfélagsins á Húsavík þar sem fjöldinn allur af bæjarbúum snérust á sveif með þeim sem nauðgaði henni, og að lokum skrifuðu undir opinbera stuðningsyfirlýsingu við hann og fjölskyldu hans. Listinn birtist í Skránni árið 2000. Þá var þegar búið að dæma piltinn fyrir nauðgun. Fundur Solveigar Láru með sókninni fer fram nú síðdegis. Þar mun hún fara yfir verkferla sem hún hefur þegar birt á heimasíðu sinni og má nálgast hér.
Tengdar fréttir Fundar með Húsavíkurpresti síðdegis - ætlar að útskýra aðkomu presta í ofbeldismálum Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, hefur birt verkferla sem hún hyggst skýra fyrir sóknarpresti á Húsavík og sóknarnefndinni. 10. apríl 2013 11:05 Húsavíkurprestur á fund biskups „Ég er búin að boða fund á morgun [í dag] á Húsavík með sóknarnefndinni og sóknarprestinum þar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, um mál Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur, sem sagði sögu sína af nauðgun í Kastljósi. 10. apríl 2013 12:00 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Fundar með Húsavíkurpresti síðdegis - ætlar að útskýra aðkomu presta í ofbeldismálum Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, hefur birt verkferla sem hún hyggst skýra fyrir sóknarpresti á Húsavík og sóknarnefndinni. 10. apríl 2013 11:05
Húsavíkurprestur á fund biskups „Ég er búin að boða fund á morgun [í dag] á Húsavík með sóknarnefndinni og sóknarprestinum þar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, um mál Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur, sem sagði sögu sína af nauðgun í Kastljósi. 10. apríl 2013 12:00