Íslendingar með helmingi lægri laun en Færeyingar Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2013 19:00 Laun í Færeyjum eru tvöfalt hærri en á Íslandi. Þar er ófaglært starfsfólk með fjögur til fimmhundruð þúsund krónur á mánuði. Færeyjar eru sennilega það samfélag sem mest líkist Íslandi, bæði byggðust upp á sauðkind og fiskveiðum, og Færeyingar hafa meira að segja Bónus-búðir. Þegar tveir íslenskir ráðherrar heimsóttu færeyskt fiskeldisfyrirtæki í síðasta mánuði notuðum við tækifærið til að spyrja hvað frændur okkar fá í kaup. „113 krónur á tímann," svaraði Maria Jacobsen meðan hún var að vigta eldislax í umbúðum. Umreiknað er tímakaup hennar 2.360 íslenskar krónur. Launataxti á Íslandi fyrir sömu vinnu er 1.140 krónur á tímann, helmingi lægri. En hver skyldu mánaðarlaunin hennar Mariu vera? „Það fer eftir því hvað við vinnum mikið. Núna vinnum við 50 tíma í viku og það eru tæplega 6 þúsund krónur (danskar) á viku. Það er ca 24 þúsund, allavega meira en 20 þúsund á mánuði," svarar Maria. Umreiknað er launataxti hennar 418.000 íslenskar krónur á mánuði í grunnlaun. Á Íslandi er launataxti fiskeldisfólks 204 þúsund krónur, helmingi lægri. En uppgefnir launataxtar segja ekki alla söguna og því fórum við í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands og nýttum okkur nýja samanburðarkönnun um lífskjör á Norðurlöndum, sem segir okkur að ófaglærðir í Danmörku og Færeyjum séu að jafnaði með 507 þúsund krónur á mánuði meðan ófaglærðir á Íslandi eru með 250 þúsund á mánuði. Þarna sjáum við hrun krónunnar í hnotskurn, segir forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson. Fyrir hrun hafi laun verið svipuð á Íslandi og í Færeyjum. Samanburðarkönnun ASÍ segir okkur að verðlag sé ívið hærra í Færeyjum og skattar lágtekjufólks hærri. Engu að síður eru kjör Færeyinga mun betri. -En er þá gjaldmiðillinn kjarni vandans? „Já, á endanum er það þannig. Það var hann sem hafði af okkur kaupið okkar. Hinn margrómaði sveigjanleiki gjaldmiðilsins var því notaður til að færa kaupið okkar yfir til eigenda fyrirtækjanna. Það var það sem gerðist 2008," segir forseti ASÍ. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira
Laun í Færeyjum eru tvöfalt hærri en á Íslandi. Þar er ófaglært starfsfólk með fjögur til fimmhundruð þúsund krónur á mánuði. Færeyjar eru sennilega það samfélag sem mest líkist Íslandi, bæði byggðust upp á sauðkind og fiskveiðum, og Færeyingar hafa meira að segja Bónus-búðir. Þegar tveir íslenskir ráðherrar heimsóttu færeyskt fiskeldisfyrirtæki í síðasta mánuði notuðum við tækifærið til að spyrja hvað frændur okkar fá í kaup. „113 krónur á tímann," svaraði Maria Jacobsen meðan hún var að vigta eldislax í umbúðum. Umreiknað er tímakaup hennar 2.360 íslenskar krónur. Launataxti á Íslandi fyrir sömu vinnu er 1.140 krónur á tímann, helmingi lægri. En hver skyldu mánaðarlaunin hennar Mariu vera? „Það fer eftir því hvað við vinnum mikið. Núna vinnum við 50 tíma í viku og það eru tæplega 6 þúsund krónur (danskar) á viku. Það er ca 24 þúsund, allavega meira en 20 þúsund á mánuði," svarar Maria. Umreiknað er launataxti hennar 418.000 íslenskar krónur á mánuði í grunnlaun. Á Íslandi er launataxti fiskeldisfólks 204 þúsund krónur, helmingi lægri. En uppgefnir launataxtar segja ekki alla söguna og því fórum við í höfuðstöðvar Alþýðusambands Íslands og nýttum okkur nýja samanburðarkönnun um lífskjör á Norðurlöndum, sem segir okkur að ófaglærðir í Danmörku og Færeyjum séu að jafnaði með 507 þúsund krónur á mánuði meðan ófaglærðir á Íslandi eru með 250 þúsund á mánuði. Þarna sjáum við hrun krónunnar í hnotskurn, segir forseti ASÍ, Gylfi Arnbjörnsson. Fyrir hrun hafi laun verið svipuð á Íslandi og í Færeyjum. Samanburðarkönnun ASÍ segir okkur að verðlag sé ívið hærra í Færeyjum og skattar lágtekjufólks hærri. Engu að síður eru kjör Færeyinga mun betri. -En er þá gjaldmiðillinn kjarni vandans? „Já, á endanum er það þannig. Það var hann sem hafði af okkur kaupið okkar. Hinn margrómaði sveigjanleiki gjaldmiðilsins var því notaður til að færa kaupið okkar yfir til eigenda fyrirtækjanna. Það var það sem gerðist 2008," segir forseti ASÍ.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Sjá meira