Innlent

Yfir hundrað tíst hjá löggunni

Twitter-síða lögreglunnar.
Twitter-síða lögreglunnar.
Netverjar fengu heldur betur innsýn inn í störf lögreglu í nótt en hún sagði frá atburðum gærkvöldsins og næturinnar á twitter-bloggi sínu.

Á tólf tímum setti hún inn um hundrað færslur sem flestar voru af útköllum vegna ölvunar. Á miðnætti réðust tveir karlmenn á mann í austurborginni. Sá sem fyrir árásinni varð leitaði sér aðstoðar í nærliggjandi húsi en upplýsingar liggja hvorki fyrir um áverka hans né árásarmennina.

Lögreglumaður á Slysadeild óskaði eftir liðsauka vegna slagsmála þar um þrjúleytið og voru nokkrir handteknir í kjölfarið. Um fjögurleytið var lögreglu svo tilkynnt um líkamsárás í miðborginni, málsatvik eru enn óljós og er málið í rannsókn.

Nokkrar færslur, eða svokölluð tíst, lögreglu hafa væntanlega vakið kátínu meðal netverja þar á meðal tilkynning frá óánægðum viðskiptavini í matvöruverslun sem var óhress með að fá ekki skjóta afgreiðslu þar sem einungis einn starfsmaður var á vakt.

Lögreglan hér á landi var ekki sú eina sem var iðin við tístið þessa nóttina því kollegar erlendis gerðu slíkt hið sama enda um að ræða alþjóðlegt maraþontíst.


Tengdar fréttir

Fékk ekki afgreiðslu og hringdi í lögregluna

"Þetta hefur gengið rosalega vel. Það er einhver reitingur og mér sýnist að þetta sé dæmigert kvöld - enn sem komið er,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×