Lífið

Hip-Hop safn á að rísa í Bronx

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Melle Mel er var fyrsti rapparinn til að kalla sig rappnafninu MC.
Melle Mel er var fyrsti rapparinn til að kalla sig rappnafninu MC. MYND/Nordic Photos
Nú stendur fyrir söfnun fyrir byggingu Hip-Hop safns í Bronx-hverfinu í New York í Bandaríkjunum. Goðsagnirnar Melle Mel, Afrika Bambaataa og Grandmaster Caz eru í forsvari fyrir hóp fólks sem vill koma safninu á laggirnar.

Bronx-hverfið er upphafsstaður Hip-Hop menningarinnar og þykir mönnum því viðeigandi að þar verði safnið reist. „Í Bronx er mikið af auðu landi og ef einhversstaðar á að vera stofnun um Hip-Hop þá verður hún að vera í Bronx,“ segir rapparinn Melle Mel.

Hann vill gera Hip-Hop tónlist fortíðarinnar hátt undir höfði því honum þykir rappið í dag ekki merkilegt. „Ég get ekki hlustað á nýja rapptónlist. Ofbeldishneigðin er of mikil, það er of barnalegt,“ segir hann um rapp dagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.