Innlent

Sami maður tekinn tvisvar sinnum fyrir of hraðan akstur

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Erlendur ökurmaður var í gær tekinn við akstur á 134 kílómetra hraða á klukkustund á Suðurlandsvegi á Rangárvöllum þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar.
Erlendur ökurmaður var í gær tekinn við akstur á 134 kílómetra hraða á klukkustund á Suðurlandsvegi á Rangárvöllum þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. mynd/365
Erlendur ökurmaður var í gær tekinn við akstur á 134 kílómetra hraða á klukkustund á Suðurlandsvegi á Rangárvöllum þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Hann var kærður fyrir þetta brot en svo leyft að halda áfram ferð sinni. Þetta kom fram í samtali við lögregluna á Hvolsvelli.

Ökumaðurinn lét sér ekki segjast og var aftur stöðvaður af lögreglu austar á Suðurlandsvegi við Eldhraun, hann var á enn meiri hraða en í fyrra skiptið eða 143 kílómetra hraða á klukkustund. Hann var einnig kærður fyrir síðara brotið.

Sektargreiðslur vegna þessara brota mannsins munu samtals nema um 160 þúsund krónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×