Innlent

Engin tengsl á milli drykkjuláta og silungsveiða

Ákvörðun Þingvallanefndar um að banna veiði í þjóðgarðinum að næturlagi hefur vakið mikla reiði veiðimanna og ríkir ólga á samskiptamiðlum vegna málsins.

Gagnrýni á nefndarmenn er hörð, einkum á formanninn, Álfheiði Ingadóttur og í fréttatilkynningu frá Flugur.is er Þingvallanefnd sögð hafa verið einkar ódugleg við að rækta góða veiðimenningu við vatnið.

Ástæða bannsins er sögð drykkjulæti en veiðimenn segja óljóst hvernig bann við silungsveiðum muni lækna drykkjumenn af látum sínum. Engin bein tengsl séu á mili drykkjuláta og silungsveiða.

Veiðimenn telja eðlilegra að banna drykkjulæti í þjóðgarðinum, að nóttu sem degi og benda á að ef til sé mannafli til að fylgja banninu eftir hljóti eins að mega nota þann mannskap til að tryggja frið á tjaldstæðum.


Tengdar fréttir

Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum

"Það fer ekki alltaf vel saman; fjölskyldulíf í tjaldbúðum og glaðir veiðimenn fram á nótt,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, sem samþykkt hefur að banna stangveiðar í landi þjóðgarðsins frá hálftólf á kvöldin til fimm á morgnana




Fleiri fréttir

Sjá meira


×