Innlent

Friðurinn og fegurðin dýpst á nóttunni

Hrund Þórsdóttir skrifar
eðal veiðimanna vegna ákvörðunar Þingvallanefndar um að banna næturveiði í þjóðgarðinum. Stefán Jón Hafstein, útgáfustjóri Flugur.is, sem barist hefur fyrir réttindum veiðimanna, segir að ákvörðuninni verði ekki unað.
eðal veiðimanna vegna ákvörðunar Þingvallanefndar um að banna næturveiði í þjóðgarðinum. Stefán Jón Hafstein, útgáfustjóri Flugur.is, sem barist hefur fyrir réttindum veiðimanna, segir að ákvörðuninni verði ekki unað.
Mikil reiði ríkir meðal veiðimanna vegna ákvörðunar Þingvallanefndar um að banna næturveiði í þjóðgarðinum. Stefán Jón Hafstein, útgáfustjóri Flugur.is, sem barist hefur fyrir réttindum veiðimanna, segir að ákvörðuninni verði ekki unað.

Þingvallanefnd vísar í drykkjulæti sem ástæðu fyrir banninu, en Stefán segir undarlegt að taka fyrir silungsveiðar á Þingvöllum á nóttunni þegar hægt sé að banna drykkjulæti í þjóðgarðinum allan sólarhringinn.

„Það er ekkert beint orsakasamband milli silungsveiða og drykkjuláta. Við hvetjum Þingvallanefnd til að hætta við þetta, leyfa mönnum að njóta þeirra unaðsstunda sem hægt er að eiga við vatnið á okkar stuttu sumrum, allan sólarhringinn, en taka hart á því ef menn eru að brjóta reglur um drykkjulæti í þjóðgarðinum."

Stefán segir að ef ekki verði fallið frá ákvörðuninni muni veiðimenn safna liði. Þingvallanefnd heyri stjórnsýslulega undir forsætisráðuneytið og að leitað verði þangað. Hann segir marga veiðimenn sækja í veiði um nætur þegar friðurinn sé mestur og fegurðin hve dýpst.

„Margir veiðimenn segja þá sögu að þarna á Þingvöllum á nóttinni komist menn næst alvaldinu ef hægt er að orða það svo með því að fá að vera í friði þar og njóta veiða."

Ekki náðist í forsvarsmenn Þingvallanefndar við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×