Innlent

Harmleikur á Kópaskeri: Varð úti eftir þorrablót

Karlmaður um fertugt fannst látinn við heimili sitt á Kópaskeri í gærmorgun. Lögreglan á Húsavík fer með rannsókn málsins og segir Sigurður Brynólfsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu að málið sé ekki rannsakað sem sakamál. Á laugardagskvöldið var þorrablót í bænum og er talið að maðurinn hafi orðið úti á leið sinni heim af blótinu. Mjög vont veður var þessa nótt að sögn Sigurðar, stórkrapahríð og kuldi. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×