Innlent

Björk í skýjunum yfir Icesave-dómnum

Björk Guðmundsdóttir, söngkona, er ánægð í dag, líkt og flestir Íslendingar.
Björk Guðmundsdóttir, söngkona, er ánægð í dag, líkt og flestir Íslendingar. Mynd/AFP
„Hamingjuóskir til íslensku þjóðarinnar vegna sigursins í Icesave-málinu!! Það gefur mér von að við þurfum ekki að borga fyrir glæpi nokkra bankamanna!! Réttlætið nær öðru hvoru fram að ganga," skrifar söngkonan Björk Guðmundsdóttir á Facebook-síðu sína í dag.

Tilefnið er sigur Íslands í Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum. Þar var íslenska ríkið sýknað af öllum kröfum ESA. „Við höldum veislu," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, við blaðamenn í morgun, þegar hann var spurðu um hver næstu skref yrðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×