Innlent

Fékk stálbita í andlitið

Bátar við Reykjavíkurhöfn. Myndin er auðvitað úr safni.
Bátar við Reykjavíkurhöfn. Myndin er auðvitað úr safni.
Það óhapp varð um borð í bát á Suðurnesjum í dag að einn skipverja fékk stálbita í andlitið. Maðurinn stóð fyrir aftan annan skipverja sem hélt á stálbitanum.

Þegar sá síðarnefndi snéri sér snögglega við lenti stálbitinn í andliti vinnufélaga hans. Lögreglan á Suðurnesjum var kvödd á vettvang og ræddu lögreglumenn við málsaðila.

Tvær tennur höfðu brotnað í skipverjanum sem varð fyrir stálbitanum. Hann var ómeiddur að öðru leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×