Innlent

Fjáraukalög samþykkt á Alþingi

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ellefu frumvörp voru samþykkt sem lög frá Alþingi í morgun þar á meðal fjáraukalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Afgreiðsla mála hefur gengið hratt á Alþingi eftir að formenn stjórnarandstöðuflokkanna og forystumenn ríkisstjórnarinnar komust að samkomulagi um þinglok á þriðjudag.

Ellefu frumvörp voru samþykkt sem lög frá Alþingi í morgun. Þar á meðal fjáraukalagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, frumvarp innanríkisráðherra um frestun nauðungarsölu og frumvarp fjármálaráðherra um stimpilgjöld.

Þá var einnig samþykkt þingsályktunartillaga Vinstri grænna um skipun nefndar sem á að gera tillögu að áætlun um hvernig sveitarfélögin standi að því að bjóða leikskólaúrræði strax og fæðingarorlofi lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×