Innlent

Góðar fréttir að fólk fái vinnu

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Vilhelm
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segist vona að sem flestir sem hafi verið á atvinnuleysisbótum á árinu, fái ekki desemberuppbót frá stofnuninni. Það þýði að þau séu kominn með vinnu.

Ung einstæð tveggja barna móðir sagðist í samtali við Vísi í morgun, ekki fá desemberuppbót frá Vinnumálastofnun því hún væri ný komin með vinnu. Því eigi hún hvorki rétt á uppbót frá stofnuninni né nýjum vinnuveitenda.

Aðspurður hvort margir séu í sömu stöðu og konan sem Vísir ræddi við í morgun, segir Gissur: „Ég þekki það ekki, en vona að þeir séu margir. Það þýðir að þeir hafi allir fengið vinnu.“

„Hún lendir á milli stafns og hurðar, eins og vill gerast þegar svona línur eru dregnar. Það væri mjög flókin framkvæmd að gefa öllum þeim sem hafa verið á bótum á árinu uppbót og svona hefur þetta verið gert undanfarin ár.“

„Góðu fréttirnar eru þær að hún er komin með vinnu og það er það allra besta,“ segir Gissur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×