
Er ekki kominn tími til að tengjast?
Hvernig sköpum við tóm til að leysa úr læðingi þá samlegð sem verður til þegar fólk kemur saman – til að hlusta, læra, skapa og styðja hvert annað? Hvernig hlöðum við batteríin þegar meðalvinnuvika íslenskra stjórnenda er 55 klukkustundir samkvæmt stjórnendakönnun VR?
Næring, hreyfing og hvíld eru álitnir klassískir orkugjafar, en samkvæmt nýlegum rannsóknum taugasálfræðinga er tenging (e. connection) ein áhrifamesta leiðin til að endurnýja orkubirgðir okkar og auka lífsgæði og er heilanum okkar lífsnauðsynleg.
Orka hugans kjarni lífsinsAristóteles sagði að orka hugans væri kjarni lífsins – í lífsspeki Hávamála kemur fram að í félagsskap annarra liggi hamingjan og tilgangurinn.
Samkvæmt rannsóknum FranklinCovey er tenging ein af fimm mikilvægustu leiðunum til að brenna ekki út og eykur til muna framleiðni vinnustaða.
Einn áhrifamesti starfsánægjuþátturinn skv. Gallup er hvort við eigum „góðan vin í vinnunni“.
Leiðir til að auka ánægjuTækifæri til umbóta liggja fyrst og fremst í að breyta viðhorfum okkar og skipulagi og uppskera sem aldrei fyrr með aga, forgangsröðun og gleði. Hér koma nokkrar einfaldar leiðir til að auka framleiðni og ánægju sem munu ekki beygla budduna.
— Taktu frá a.m.k. tvær klukkustundir vikulega til að tengjast öðrum án allra hagsmuna. Exedra, LeiðtogaAuður, Rótarý, Ljósið, Stjórnvísi, foreldrahópar og badmintonkvöld eru allt dæmi um vettvang sem hafa þjónað mér vel í gegnum árin.
Ÿ Breyttu viðhorfi þínu. Samvera er ekki lúxus sem maður afneitar. Samvera er lífsnauðsynlegur orkugjafi sem mun endurspeglast í þjóðarframleiðslu og lífsgæðum. Settu samverustundir í forgang – t.d. geta sunnudagskvöldverðir í faðmi stórfjölskyldunnar verið uppspretta framúrskarandi næringar inn í vinnuvikuna.
— LinkedIn og Facebook eru mikilvæg samskiptatorg. En ekkert kemur í stað alvöru samveru – þar sem við finnum að einhver er virkilega til staðar, veitir okkur óskipta athygli, skorar á okkur og skilur. Kipptu vini með þér í hundalabbitúrinn eftir vinnu eða taktu vinnufundinn gangandi úti – það jafnast ekkert á við að labba og rabba.
— Búðu til sjóð opinna spurninga til að koma samtalinu af stað. „Hvað færir þér mesta gleði?“ „Af hverju í síðustu viku ert þú stoltust(astur)?“ „Hvar sérðu sjálfa(n) þig eftir fimm ár?“ „Hvernig samfélag er Ísland í fullkomnum heimi?“ Geðorðin tíu minna okkur á að „reyna að skilja og hvetja aðra í kringum þig“.
— Lærðu aftur að hlusta. Notaðu þögnina, ekki þykjast hlusta á meðan þú ert að búa til þitt eigið svar í huganum. Vertu bara til staðar. Samkvæmt kínverskri speki er æðsta gjöfin sem þú gefur nokkrum manni skilningsrík hlustun.
Bítlarnir skoruðu á okkur að koma saman. „Come together right now“ – og höldum áfram að hlúa að velferð þjóðar.
Skoðun

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar