Nauðsynlegt að lækka skuldir ríkissjóðs til að tryggja framlög til rannsókna Heimir Már Pétursson skrifar 25. september 2013 14:24 Illugi segir framlögin vera tengd fjárfestingaáætlun fyrri stjórnar sem byggði á veiðigjaldi sem aldrei hefði skilað þeim tekjum sem ætlast var til. mynd/gva Fræðimenn óttast að rúmlega fimmhundruð milljóna framlag til Rannsóknarsjóðs sem ákveðið var í fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar, verði skorið niður í fjárlögum næsta árs. Menntamálaráðherra tekur undir með vísindamönnunum að rannsóknir séu mikilvægar til þróunar atvinnulífs og aukningar hagvaxtar. Fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði m.a. ráð fyrir tekjum af sérstöku veiðigjaldi og sölu eigna ríkisins en þær forsendur hafa breyst að stórum hluta vegna ákvarðana núverandi ríkisstjórnar. Fjórtán kennarar og vísindamenn við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri lýsa áhyggjum sínum af þessu í grein í Fréttablaðinu í dag. Með 550 milljón króna framlagi síðustu ríkisstjórnar til Rannsóknarsjóðs hafi sjóðurinn komist í sambærilega stöðu og sjóðurinn var í fyrir hrun. Vísindamennirnir segja að ef þessi framlög skili sér ekki, verði að öllum líkindum engum nýjum styrkjum úthlutað á næstu eina til tveimur árum, sem bitni helst á ungum vísindamönnum. „Nú ætla ég ekki að tjá mig um það hvernig fjárlögin líta út. Það er fjármálaráðherrans að kynna þau á næstu dögum. En ég get auðvitað tekið undir áhyggjur þeirra varðandi stöðu þessara mála,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Hins vegar hafi framlögin verið tengd fjárfestingaáætlun fyrri stjórnar sem byggði á veiðigjaldi sem aldrei hefði skilað þeim tekjum sem ætlast var til. „Sem sýnir hversu óheppilegt er að tengja jafn mikilvæg mál eins og vísindastarfsemina í landinu við slíka skattstofna,“ segir hann. Framlög sem þessi eigi að fjármagna beint úr ríkissjóði eins og önnur mikilvæg útgjöld. „Staðan í þessum málum er auðvitað áhyggjuefni eins og í svo mörgum öðrum, sem auðvitað endurspeglar síðan stöðuna á ríkissjóði. Hún er miklu verri en menn höfðu ætlað og við því erum við að reyna að bregðast þessa dagana,“ segir Illugi. Vísindamennirnir benda á að allir stjórnmálaflokkar hafi lagt áherslu á mikilvægi rannsóknarstarfs til framþróunar en slík framlög séu mun hærri í flestum ríkjum en hér á landi. Finnar hafi t.d. ákveðið að auka framlög til rannsókna umtalsvert eftir efnahagserfiðleika þar, með góðum árangri. „Jú, þess vegna erum við að setja umtalsverða fjármuni í þessa rannsóknasjóði. Það er bara þessi aukning sem við erum að tala um núna sem snýr að þessari fjárfestingaáætlun sem fjármögnuð var með þeim hætti sem ég nefndi hér að ofan,“ segir menntamálaráðherra. Vaxtabyrði ríkissjóðs sé gífurleg og nauðsynlegt að greiða niður skuldir ríkissjóðs. „Og ef okkur tekst ekki að koma böndum á þennan hallarekstur er auðvitað hætta á því að vextirnir á íslenska ríkið hækki og það fari meiri og meiri fjármunir frá okkur í vaxtagreiðslurnar og það verði minna og minna eftir í velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, menntakerfið og rannsóknirnar,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Fræðimenn óttast að rúmlega fimmhundruð milljóna framlag til Rannsóknarsjóðs sem ákveðið var í fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar, verði skorið niður í fjárlögum næsta árs. Menntamálaráðherra tekur undir með vísindamönnunum að rannsóknir séu mikilvægar til þróunar atvinnulífs og aukningar hagvaxtar. Fjárfestingaáætlun síðustu ríkisstjórnar gerði m.a. ráð fyrir tekjum af sérstöku veiðigjaldi og sölu eigna ríkisins en þær forsendur hafa breyst að stórum hluta vegna ákvarðana núverandi ríkisstjórnar. Fjórtán kennarar og vísindamenn við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri lýsa áhyggjum sínum af þessu í grein í Fréttablaðinu í dag. Með 550 milljón króna framlagi síðustu ríkisstjórnar til Rannsóknarsjóðs hafi sjóðurinn komist í sambærilega stöðu og sjóðurinn var í fyrir hrun. Vísindamennirnir segja að ef þessi framlög skili sér ekki, verði að öllum líkindum engum nýjum styrkjum úthlutað á næstu eina til tveimur árum, sem bitni helst á ungum vísindamönnum. „Nú ætla ég ekki að tjá mig um það hvernig fjárlögin líta út. Það er fjármálaráðherrans að kynna þau á næstu dögum. En ég get auðvitað tekið undir áhyggjur þeirra varðandi stöðu þessara mála,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Hins vegar hafi framlögin verið tengd fjárfestingaáætlun fyrri stjórnar sem byggði á veiðigjaldi sem aldrei hefði skilað þeim tekjum sem ætlast var til. „Sem sýnir hversu óheppilegt er að tengja jafn mikilvæg mál eins og vísindastarfsemina í landinu við slíka skattstofna,“ segir hann. Framlög sem þessi eigi að fjármagna beint úr ríkissjóði eins og önnur mikilvæg útgjöld. „Staðan í þessum málum er auðvitað áhyggjuefni eins og í svo mörgum öðrum, sem auðvitað endurspeglar síðan stöðuna á ríkissjóði. Hún er miklu verri en menn höfðu ætlað og við því erum við að reyna að bregðast þessa dagana,“ segir Illugi. Vísindamennirnir benda á að allir stjórnmálaflokkar hafi lagt áherslu á mikilvægi rannsóknarstarfs til framþróunar en slík framlög séu mun hærri í flestum ríkjum en hér á landi. Finnar hafi t.d. ákveðið að auka framlög til rannsókna umtalsvert eftir efnahagserfiðleika þar, með góðum árangri. „Jú, þess vegna erum við að setja umtalsverða fjármuni í þessa rannsóknasjóði. Það er bara þessi aukning sem við erum að tala um núna sem snýr að þessari fjárfestingaáætlun sem fjármögnuð var með þeim hætti sem ég nefndi hér að ofan,“ segir menntamálaráðherra. Vaxtabyrði ríkissjóðs sé gífurleg og nauðsynlegt að greiða niður skuldir ríkissjóðs. „Og ef okkur tekst ekki að koma böndum á þennan hallarekstur er auðvitað hætta á því að vextirnir á íslenska ríkið hækki og það fari meiri og meiri fjármunir frá okkur í vaxtagreiðslurnar og það verði minna og minna eftir í velferðarkerfið, heilbrigðiskerfið, menntakerfið og rannsóknirnar,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira