Mikilvægt að efla Rannsóknasjóð Háskólakennarar skrifar 25. september 2013 06:00 Mikilvægasti vísindasjóður á Íslandi er Rannsóknasjóður. Hann úthlutar fjármagni til vísindarannsókna samkvæmt vönduðu alþjóðlegu mati á gæðum verkefna. Þannig er tryggt að bestu vísindaverkefnin eru fjármögnuð hverju sinni og öflugustu rannsóknarhóparnir geti sinnt verkefnum sínum. Um mikilvægi þessa sjóðs þarf vart að fjölyrða, enda hefur ríkt mikil pólitísk sátt um starfsemi hans í fjölda ára. Í stefnu flestra stjórnmálaflokka er talað um að auka hlutfall samkeppnissjóða við fjármögnun vísinda á Íslandi. Eftir mjög erfiða tíma í kjölfar efnahagshruns tókst loks á þessu ári að tryggja aukna fjármögnun til Rannsóknasjóðs með svokallaðri Fjárfestingaráætlun en hún bætti 550 milljónum við þær u.þ.b. 800 milljónir sem áður voru í sjóðnum. Sú ráðstöfun kom honum í sambærilega stöðu og hann var í fyrir hrun.Hópar vísindamanna í hættu Við núverandi fjárlagagerð er mikil hætta á að þessi mikilvægasti vísindasjóður á Íslandi verði ekki fjármagnaður eins og áætlað var þar sem tekjustofnar Fjárfestingaráætlunar eru ekki lengur fyrir hendi. Ef vexti sjóðsins verður snúið við er líklegt að engir nýir styrkir verði veittir til vísindarannsókna á Íslandi árið 2014 og jafnvel árið 2015. Þetta skýrist af því að úthlutanir ársins 2013 leiða til skuldbindinga tvö til þrjú ár fram í tímann og ljóst að fasta framlagið dugar tæplega fyrir þeim. Ef engir nýir styrkir fást til rannsókna eru rannsóknarhópar fjölda vísindamanna í hættu. Slíkt ástand mun bitna sérstaklega á ungum vísindamönnum sem eru að hasla sér völl við rannsóknir. Þessi hópur getur ekki beðið í eitt eða tvö ár eftir að sjóðurinn rétti úr kútnum. Ekki er ljóst hvað gerist ef engir nýir styrkir eru veittir á næstu árum enda hefur sú staða ekki komið upp áður.Stórjuku framlög Bandarísk samtök leiðtoga í viðskiptum og menntun (Committee for Economic Development) hafa komist að þeirri niðurstöðu að 50% af hagvexti Bandaríkjanna eftir seinna stríð megi rekja beint til grunnrannsókna sem að stærstum hluta eru fjármagnaðar af opinberum rannsóknasjóðum. Í efnahagsþrengingum sínum fyrir tveimur áratugum ákváðu Finnar að stórauka áherslu sína á grunnrannsóknir og völdu þá leið að nota samkeppnissjóði til að ná markmiðum sínum um aukin gæði grunnvísinda og aukna nýsköpunarstarfsemi. Þeir útbjuggu því samkeppnissjóði um alla rannsóknatengda starfsemi háskóla og stofnana og stórjuku framlög til sjóðanna. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa enda eru Finnar meðal fremstu þjóða Evrópu á þessu sviði (sjá t.d. European Innovation Scoreboard). Eftir efnahagsþrengingar á Íslandi hefur verið rætt um mikilvægi þess að efla nýsköpunarstarf. Rannsóknatengd nýsköpun er afar mikilvæg enda getur hún leitt til mikillar verðmætasköpunar í formi verðmætra afurða, atvinnu fyrir vel menntað starfsfólk og aukinna skatttekna fyrir hið opinbera. Íslensk dæmi um slíka nýsköpun eru vel þekkt. Á Íslandi hafa samkeppnissjóðirnir alltaf verið lítið hlutfall af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi eða um 15%. Á Norðurlöndunum eru samkeppnissjóðirnir hins vegar 30-50% af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi. Stefna Vísinda- og tækniráðs hefur verið að breyta þessu. Mikilvægt er að láta ekki tímabundna efnahagsörðugleika koma í veg fyrir vöxt í framtíðinni. Við hvetjum Alþingi til að snúa ekki af þeirri braut að treysta grunnrannsóknir í samfélaginu. Efling Rannsóknasjóðs mun skila sér margfaldlega á öllum sviðum mannlífs á Íslandi. Anna Ingólfsdóttir, prófessor, HR Ástríður Pálsdóttir, sérfræðingur, Keldum Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor, HÍ Eiríkur Steingrímsson, prófessor, HÍ Hafliði Pétur Gíslason, prófessor, HÍ Höskuldur Þráinsson, prófessor, HÍ Jórunn Eyfjörð, prófessor, HÍ Karl Ægir Karlsson, dósent, HR Luca Aceto, prófessor, HR Magnús Karl Magnússon, prófessor, HÍ Oddur Vilhelmsson, dósent, HA Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor, HÍ Unnur Valdimarsdóttir, prófessor, HÍ Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor, HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Mikilvægasti vísindasjóður á Íslandi er Rannsóknasjóður. Hann úthlutar fjármagni til vísindarannsókna samkvæmt vönduðu alþjóðlegu mati á gæðum verkefna. Þannig er tryggt að bestu vísindaverkefnin eru fjármögnuð hverju sinni og öflugustu rannsóknarhóparnir geti sinnt verkefnum sínum. Um mikilvægi þessa sjóðs þarf vart að fjölyrða, enda hefur ríkt mikil pólitísk sátt um starfsemi hans í fjölda ára. Í stefnu flestra stjórnmálaflokka er talað um að auka hlutfall samkeppnissjóða við fjármögnun vísinda á Íslandi. Eftir mjög erfiða tíma í kjölfar efnahagshruns tókst loks á þessu ári að tryggja aukna fjármögnun til Rannsóknasjóðs með svokallaðri Fjárfestingaráætlun en hún bætti 550 milljónum við þær u.þ.b. 800 milljónir sem áður voru í sjóðnum. Sú ráðstöfun kom honum í sambærilega stöðu og hann var í fyrir hrun.Hópar vísindamanna í hættu Við núverandi fjárlagagerð er mikil hætta á að þessi mikilvægasti vísindasjóður á Íslandi verði ekki fjármagnaður eins og áætlað var þar sem tekjustofnar Fjárfestingaráætlunar eru ekki lengur fyrir hendi. Ef vexti sjóðsins verður snúið við er líklegt að engir nýir styrkir verði veittir til vísindarannsókna á Íslandi árið 2014 og jafnvel árið 2015. Þetta skýrist af því að úthlutanir ársins 2013 leiða til skuldbindinga tvö til þrjú ár fram í tímann og ljóst að fasta framlagið dugar tæplega fyrir þeim. Ef engir nýir styrkir fást til rannsókna eru rannsóknarhópar fjölda vísindamanna í hættu. Slíkt ástand mun bitna sérstaklega á ungum vísindamönnum sem eru að hasla sér völl við rannsóknir. Þessi hópur getur ekki beðið í eitt eða tvö ár eftir að sjóðurinn rétti úr kútnum. Ekki er ljóst hvað gerist ef engir nýir styrkir eru veittir á næstu árum enda hefur sú staða ekki komið upp áður.Stórjuku framlög Bandarísk samtök leiðtoga í viðskiptum og menntun (Committee for Economic Development) hafa komist að þeirri niðurstöðu að 50% af hagvexti Bandaríkjanna eftir seinna stríð megi rekja beint til grunnrannsókna sem að stærstum hluta eru fjármagnaðar af opinberum rannsóknasjóðum. Í efnahagsþrengingum sínum fyrir tveimur áratugum ákváðu Finnar að stórauka áherslu sína á grunnrannsóknir og völdu þá leið að nota samkeppnissjóði til að ná markmiðum sínum um aukin gæði grunnvísinda og aukna nýsköpunarstarfsemi. Þeir útbjuggu því samkeppnissjóði um alla rannsóknatengda starfsemi háskóla og stofnana og stórjuku framlög til sjóðanna. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa enda eru Finnar meðal fremstu þjóða Evrópu á þessu sviði (sjá t.d. European Innovation Scoreboard). Eftir efnahagsþrengingar á Íslandi hefur verið rætt um mikilvægi þess að efla nýsköpunarstarf. Rannsóknatengd nýsköpun er afar mikilvæg enda getur hún leitt til mikillar verðmætasköpunar í formi verðmætra afurða, atvinnu fyrir vel menntað starfsfólk og aukinna skatttekna fyrir hið opinbera. Íslensk dæmi um slíka nýsköpun eru vel þekkt. Á Íslandi hafa samkeppnissjóðirnir alltaf verið lítið hlutfall af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi eða um 15%. Á Norðurlöndunum eru samkeppnissjóðirnir hins vegar 30-50% af framlagi hins opinbera til vísindastarfsemi. Stefna Vísinda- og tækniráðs hefur verið að breyta þessu. Mikilvægt er að láta ekki tímabundna efnahagsörðugleika koma í veg fyrir vöxt í framtíðinni. Við hvetjum Alþingi til að snúa ekki af þeirri braut að treysta grunnrannsóknir í samfélaginu. Efling Rannsóknasjóðs mun skila sér margfaldlega á öllum sviðum mannlífs á Íslandi. Anna Ingólfsdóttir, prófessor, HR Ástríður Pálsdóttir, sérfræðingur, Keldum Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor, HÍ Eiríkur Steingrímsson, prófessor, HÍ Hafliði Pétur Gíslason, prófessor, HÍ Höskuldur Þráinsson, prófessor, HÍ Jórunn Eyfjörð, prófessor, HÍ Karl Ægir Karlsson, dósent, HR Luca Aceto, prófessor, HR Magnús Karl Magnússon, prófessor, HÍ Oddur Vilhelmsson, dósent, HA Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor, HÍ Unnur Valdimarsdóttir, prófessor, HÍ Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor, HÍ
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun