Innlent

Setti í vitlausan gír

Tvær konur voru fluttar til skoðunar á slysadeild eftir árekstur á Tryggvagötu við Kolaportið á öðrum tímanum í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu ætlaði ökumaðurinn að bakka út úr stæði en setti í vitlausan gír með þeim afleiðingum að bíllinn klessti á steinvegg og loftpúðar bílsins sprungu út.

Töluverður viðbúnaður var á Tryggvagötunni í dag þar sem tilkynningin til Neyðarlínunnar hljómaði á þá leið að tvær konur væru meðvitundarlausar í bifreið eftir að hafa klesst á vegginn.

Það reyndist sem betur fer rangt, og voru þær einungis fluttar til skoðunar á slysadeild, eins og fyrr segir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×