Innlent

Stjörnufræðivefurinn gefur Jarðarbolta í alla leik- og grunnskóla landsins

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Börnin á leikskólanum Laufásborg voru ánægð með Jarðarboltann sem Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti þeim á föstudag.
Börnin á leikskólanum Laufásborg voru ánægð með Jarðarboltann sem Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti þeim á föstudag. Fréttablaðið/GVA
Stjörnufræðivefurinn hefur í samstarfi við alþjóðlega fræðsluverkefnið EU Universe Awareness (EU UNAWE) og innlenda stuðningsaðila, fært öllum leik- og grunnskólum á Íslandi Jarðarbolta að gjöf.

Boltinn er uppblásið líkan af jörðinni og þykir framúrskarandi kennslutæki fyrir börn. Tilgangurinn með gjöfinni er að efla áhuga barna á náttúru og vísindum.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti leikskólanum Laufásborg í Reykjavík fyrsta boltann á föstudag, en á sama tíma var krakkavefur Stjörnufræðivefsins, Geimurinn.is, stofnaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×