Innlent

Álitamál hvort samþykki nægi

Mörgum sjómönnum af þremur togurum Vinnslustöðvarinnar var sagt upp er þeir féllu á lyfjaprófi í febrúar.
mynd/Óskar P. Friðriksson
Mörgum sjómönnum af þremur togurum Vinnslustöðvarinnar var sagt upp er þeir féllu á lyfjaprófi í febrúar. mynd/Óskar P. Friðriksson Mynd/Óskar P. Friðriksson
Persónuvernd hefur gefið út almennt álit sitt í málum tengdum vímuefnaprófunum á vinnustöðum. Þar segir að það sé álitamál hvort samþykki starfsmanns til vinnslu persónuupplýsinga um sig í tengslum við gerð slíkra prófana fullnægi þeim kröfum samkvæmt persónuverndarlögum.

Persónuvernd telur því æskilegt að nýttar verði heimildir í lögum til þess að setja reglur um vímuefnapróf og vinnslu persónuupplýsinga. Á síðustu mánuðum hefur Persónuvernd borist fjöldi ábendinga um vímuefnaprófanir á vinnustöðum.

Í apríl var boðað til fundar þar sem kom fram að í vinnuverndarlöggjöfinni væri engin ákvæði eða reglur að finna um sýnatöku hjá starfsmönnum fyrirtækja.

Í íslenskum lögum er ekki fjallað sérstaklega um skyldu eða heimild til að framkvæma vímuefnapróf. Hins vegar er kveðið á um að starfsmönnum beri skylda til að gangast undir „eftirlit, skoðanir, mælingar og rannsóknir samkvæmt reglum þeim, sem gilda á hverjum tíma“.

Þó er ekki tilgreint hvaða reglur sé átt við. Persónuvernd segir ekki grundvöll í gildandi kjarasamningum fyrir vímuefnaprófunum á vinnustað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×