Íslenski boltinn

Fæturnir eru að detta af

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lennon á Nesinu í gær.
Lennon á Nesinu í gær. Mynd/Daníel
„Það var hræðilegt. Fæturnir eru að detta af,"  segir Steven Lennon framherji Fram um gervigrasið á Seltjarnarnesi.

Lennon tryggði Fram 2-1 sigur á Gróttu í framlengingu í átta liða úrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Hann var í viðtali við útvarpsþáttinn Reitarboltann á 433.is í dag.

„Þetta er ekki besta undirlagið. Þetta er eins og hart teppi. Það er engin mýkt," segir Lennon og bætti við að erfitt hefði verið að fara fram úr rúminu í morgun.

Sigurmark Fram kom úr vítaspyrnu á 119. mínútu þegar allt stefndi í vítaspyrnukeppni. Gróttumenn voru allt annað en sáttir við vítaspyrnudóminn en þá féll varamaðurinn Aron Þórður Albertsson  með tilþrifum í teig Seltirninga.

„Ég skil svekkelsi þeirra," sagði Lennon um vítaspyrnudóminn. Hann sagðist hafa talið að um vítaspyrnu væri að ræða í leiknum. Eftir að hafa séð atvikið í sjónvarpinu í gærkvöldi hefði hann hins vegar verið á öðru máli.

„Ég kvarta samt ekki. Nú féll ákvörðun með okkur og við erum komnir í undanúrslit."


Tengdar fréttir

Þetta var aldrei víti

Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, þjálfari Gróttu, var virkilega ósáttur við vítaspyrnudóminn sem réði úrslitum í bikarleiknum gegn Fram í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×