Íslenski boltinn

Þetta var aldrei víti

Sigmar Sigfússon skrifar
Mynd/Daníel
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, þjálfari Gróttu, var virkilega ósáttur við vítaspyrnudóminn sem réði úrslitum í bikarleiknum gegn Fram í kvöld.

Fram hafði betur, 2-1, í framlengdum leik en Steven Lennon skoraði úr vítaspyrnunni á 119. mínútu. Kristinn Jakobsson dæmdi brot eftir að varamaðurinn Aron Þórður Albertsson féll í teignum.

„Eins og ég sá þetta er þetta aldei víti, það er klárt. Ég þekki þennan leikmann (Aron Þórð) og hann er klókur. Ég hef þjálfaði hann áður hjá Breiðablik. Ég hef séð hann gera svona áður en ég á auðvitað eftir að sjá þetta í sjónvarpinu,“ sagði Ólafur að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×