Fegurstu orð tungumálsins Ástráður Eysteinsson skrifar 19. október 2013 06:00 Íbúar þessa lands eru alvanir því að ráðist sé í söfnunarátak af ýmsu tagi. Um þessar mundir safnar Hugvísindasvið Háskóla Íslands orðum í samstarfi við Ríkisútvarpið. Snemma í næstu viku, nánar tiltekið í dagslok 22. október, rennur út frestur til að taka þátt í leitinni að fegurstu orðum íslenskrar tungu. Við sem höfum unnið að orðasöfnuninni fögnum þeim áhuga sem hún hefur mætt. Það er mikilvægt að fá það staðfest að tungumálið er ekki aðeins talið vera sjálfvirkur samskiptamiðill, heldur hefur fólk raunverulegan áhuga á ríkidæmi málsins, blæbrigðum í merkingu og notkun orða og hinum margbreytilegu tengslum málsins við bæði hugarheim okkar og umhverfi nær og fjær. Hvar sem ég hef komið síðustu vikur hef ég lent í skemmtilegum samræðum um tungumálið. Sumir hafa bent á að ekki sé hægt að finna neitt eitt orð sem talist getur öðrum fegurra. Þetta vissi hópurinn sem skipulagði orðaleitina en ákvað samt í upphafi að vera ekki feiminn við fegurðarhugtakið. Fegurð orða er vitaskuld afstæð, rétt eins og gildi þeirra almennt. Sumir hlusta eftir hljómfegurð orða eða bregðast við myndauðgi þeirra, aðrir leggja megináherslu á merkingargildið. „Hjálmkvikur“ er eitt eftirminnilegra orða úr Hómersþýðingum Sveinbjarnar Egilssonar, en sumum kann að þykja gildi orðsins nátengt hernaði. Fegurð orða verður í hugum margra ekki greind frá væntumþykju. Í vissum orðum búa hugrenningatengsl aftur til bernskuára, tengsl við nákomið fólk, nákomna staði eða hugstætt lesefni. Öðrum verður fyrst hugsað til leikgleði tungumálsins, hvernig orðin geta verið tvíræð eða skondin á einhvern hátt og lífga þannig upp á vitund okkar.Öðrum þræði leikur Orðasöfnunin er öðrum þræði leikur, því við vonum að sem flestir hafi gaman af því að velta orðum fyrir sér og velja orð til að senda inn. Það getur verið hvaða orð sem er: heiti, nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, smáorð, upphrópanir, tökuorð, slangurorð. Og við viljum fá tillögur frá öllum aldurshópum og úr öllum starfsstéttum, hvarvetna af landinu og einnig frá fólki erlendis sem skilur íslensku, sem og því erlenda fólki sem sest hefur að á Íslandi og hefur lært eða er að læra þetta tungumál. Við biðjum fólk að senda okkur orð en jafnframt að greina stuttlega frá ástæðu þess að orðið varð fyrir valinu. Þetta þarf ekki að vera beinlínis rökstuðningur heldur stutt lýsing á gildi orðsins fyrir einstaklinginn. Vægi orðasöfnunarinnar felst ekki síst í þessu. Með nægilegri þátttöku munu fræðimenn á sviði málfræði, bókmennta og annarra greina fá dýrmætan vitnisburð um viðhorf til tungumálsins og orðaforðans; um margvísleg tengsl mannlífs, umhverfis, hugsunar og tungumáls. Við getum ekki annað en glaðst yfir viðbrögðunum hingað til. Þegar þetta er skrifað hafa borist fimm þúsund tillögur inn á heimasíðuna fegurstaordid.hi.is. Við vonumst til að fá fjölda tillagna í viðbót á lokasprettinum. Sjö manna starfshópur mun velja tíu tillögur (orð og ástæður) í hverjum hinna þriggja aldursflokka og snemma í nóvember gefst almenningi kostur á að kjósa um þessar tillögur. Viðurkenningar verða síðan bækur á íslensku og ferðir um landið. Sá orðaforði sem safnast mun síðar nýtast fræðimönnum og nemendum en jafnframt er stefnt að því að taka fljótlega saman sérstaka bók byggða á þessari leit að fegurstu orðum íslenskrar tungu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Íbúar þessa lands eru alvanir því að ráðist sé í söfnunarátak af ýmsu tagi. Um þessar mundir safnar Hugvísindasvið Háskóla Íslands orðum í samstarfi við Ríkisútvarpið. Snemma í næstu viku, nánar tiltekið í dagslok 22. október, rennur út frestur til að taka þátt í leitinni að fegurstu orðum íslenskrar tungu. Við sem höfum unnið að orðasöfnuninni fögnum þeim áhuga sem hún hefur mætt. Það er mikilvægt að fá það staðfest að tungumálið er ekki aðeins talið vera sjálfvirkur samskiptamiðill, heldur hefur fólk raunverulegan áhuga á ríkidæmi málsins, blæbrigðum í merkingu og notkun orða og hinum margbreytilegu tengslum málsins við bæði hugarheim okkar og umhverfi nær og fjær. Hvar sem ég hef komið síðustu vikur hef ég lent í skemmtilegum samræðum um tungumálið. Sumir hafa bent á að ekki sé hægt að finna neitt eitt orð sem talist getur öðrum fegurra. Þetta vissi hópurinn sem skipulagði orðaleitina en ákvað samt í upphafi að vera ekki feiminn við fegurðarhugtakið. Fegurð orða er vitaskuld afstæð, rétt eins og gildi þeirra almennt. Sumir hlusta eftir hljómfegurð orða eða bregðast við myndauðgi þeirra, aðrir leggja megináherslu á merkingargildið. „Hjálmkvikur“ er eitt eftirminnilegra orða úr Hómersþýðingum Sveinbjarnar Egilssonar, en sumum kann að þykja gildi orðsins nátengt hernaði. Fegurð orða verður í hugum margra ekki greind frá væntumþykju. Í vissum orðum búa hugrenningatengsl aftur til bernskuára, tengsl við nákomið fólk, nákomna staði eða hugstætt lesefni. Öðrum verður fyrst hugsað til leikgleði tungumálsins, hvernig orðin geta verið tvíræð eða skondin á einhvern hátt og lífga þannig upp á vitund okkar.Öðrum þræði leikur Orðasöfnunin er öðrum þræði leikur, því við vonum að sem flestir hafi gaman af því að velta orðum fyrir sér og velja orð til að senda inn. Það getur verið hvaða orð sem er: heiti, nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, smáorð, upphrópanir, tökuorð, slangurorð. Og við viljum fá tillögur frá öllum aldurshópum og úr öllum starfsstéttum, hvarvetna af landinu og einnig frá fólki erlendis sem skilur íslensku, sem og því erlenda fólki sem sest hefur að á Íslandi og hefur lært eða er að læra þetta tungumál. Við biðjum fólk að senda okkur orð en jafnframt að greina stuttlega frá ástæðu þess að orðið varð fyrir valinu. Þetta þarf ekki að vera beinlínis rökstuðningur heldur stutt lýsing á gildi orðsins fyrir einstaklinginn. Vægi orðasöfnunarinnar felst ekki síst í þessu. Með nægilegri þátttöku munu fræðimenn á sviði málfræði, bókmennta og annarra greina fá dýrmætan vitnisburð um viðhorf til tungumálsins og orðaforðans; um margvísleg tengsl mannlífs, umhverfis, hugsunar og tungumáls. Við getum ekki annað en glaðst yfir viðbrögðunum hingað til. Þegar þetta er skrifað hafa borist fimm þúsund tillögur inn á heimasíðuna fegurstaordid.hi.is. Við vonumst til að fá fjölda tillagna í viðbót á lokasprettinum. Sjö manna starfshópur mun velja tíu tillögur (orð og ástæður) í hverjum hinna þriggja aldursflokka og snemma í nóvember gefst almenningi kostur á að kjósa um þessar tillögur. Viðurkenningar verða síðan bækur á íslensku og ferðir um landið. Sá orðaforði sem safnast mun síðar nýtast fræðimönnum og nemendum en jafnframt er stefnt að því að taka fljótlega saman sérstaka bók byggða á þessari leit að fegurstu orðum íslenskrar tungu.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun