
Fegurstu orð tungumálsins
Við sem höfum unnið að orðasöfnuninni fögnum þeim áhuga sem hún hefur mætt. Það er mikilvægt að fá það staðfest að tungumálið er ekki aðeins talið vera sjálfvirkur samskiptamiðill, heldur hefur fólk raunverulegan áhuga á ríkidæmi málsins, blæbrigðum í merkingu og notkun orða og hinum margbreytilegu tengslum málsins við bæði hugarheim okkar og umhverfi nær og fjær.
Hvar sem ég hef komið síðustu vikur hef ég lent í skemmtilegum samræðum um tungumálið. Sumir hafa bent á að ekki sé hægt að finna neitt eitt orð sem talist getur öðrum fegurra. Þetta vissi hópurinn sem skipulagði orðaleitina en ákvað samt í upphafi að vera ekki feiminn við fegurðarhugtakið.
Fegurð orða er vitaskuld afstæð, rétt eins og gildi þeirra almennt. Sumir hlusta eftir hljómfegurð orða eða bregðast við myndauðgi þeirra, aðrir leggja megináherslu á merkingargildið. „Hjálmkvikur“ er eitt eftirminnilegra orða úr Hómersþýðingum Sveinbjarnar Egilssonar, en sumum kann að þykja gildi orðsins nátengt hernaði. Fegurð orða verður í hugum margra ekki greind frá væntumþykju.
Í vissum orðum búa hugrenningatengsl aftur til bernskuára, tengsl við nákomið fólk, nákomna staði eða hugstætt lesefni. Öðrum verður fyrst hugsað til leikgleði tungumálsins, hvernig orðin geta verið tvíræð eða skondin á einhvern hátt og lífga þannig upp á vitund okkar.
Öðrum þræði leikur
Orðasöfnunin er öðrum þræði leikur, því við vonum að sem flestir hafi gaman af því að velta orðum fyrir sér og velja orð til að senda inn. Það getur verið hvaða orð sem er: heiti, nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, smáorð, upphrópanir, tökuorð, slangurorð. Og við viljum fá tillögur frá öllum aldurshópum og úr öllum starfsstéttum, hvarvetna af landinu og einnig frá fólki erlendis sem skilur íslensku, sem og því erlenda fólki sem sest hefur að á Íslandi og hefur lært eða er að læra þetta tungumál.
Við biðjum fólk að senda okkur orð en jafnframt að greina stuttlega frá ástæðu þess að orðið varð fyrir valinu. Þetta þarf ekki að vera beinlínis rökstuðningur heldur stutt lýsing á gildi orðsins fyrir einstaklinginn. Vægi orðasöfnunarinnar felst ekki síst í þessu. Með nægilegri þátttöku munu fræðimenn á sviði málfræði, bókmennta og annarra greina fá dýrmætan vitnisburð um viðhorf til tungumálsins og orðaforðans; um margvísleg tengsl mannlífs, umhverfis, hugsunar og tungumáls.
Við getum ekki annað en glaðst yfir viðbrögðunum hingað til. Þegar þetta er skrifað hafa borist fimm þúsund tillögur inn á heimasíðuna fegurstaordid.hi.is. Við vonumst til að fá fjölda tillagna í viðbót á lokasprettinum.
Sjö manna starfshópur mun velja tíu tillögur (orð og ástæður) í hverjum hinna þriggja aldursflokka og snemma í nóvember gefst almenningi kostur á að kjósa um þessar tillögur. Viðurkenningar verða síðan bækur á íslensku og ferðir um landið. Sá orðaforði sem safnast mun síðar nýtast fræðimönnum og nemendum en jafnframt er stefnt að því að taka fljótlega saman sérstaka bók byggða á þessari leit að fegurstu orðum íslenskrar tungu.
Skoðun

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar