Alþingi ákveði um lögreglurannsókn María Lilja Þrastardóttir skrifar 4. júlí 2013 07:15 Eygló Harðardóttir ráðherra segir það hlutverk Alþingis að álykta um hvort að sækja beri fyrrum stjórnendur Íbúðalánasjóðs og aðra hlutaðeigandi til saka hafi þeir brotið hegningarlög með háttsemi sinni. Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið/Vilhelm Eygló Harðardóttir, húsnæðis- og félagsmálaráðherra, segir það nú í höndum Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis að ákveða hver framtíð Íbúðalánasjóðs verði. Svört skýrsla um Íbúðalánasjóð kalli á skýra þverpólitíska samstöðu svo taka megi fast á málum. Skýrslan leiddi, sem þekkt er orðið, í ljós margvísleg mistök sem vörðuðu Íbúðalánasjóð. Þau alvarlegustu kostuðu þjóðina milljarða króna og ekki er enn séð fyrir endann á þeim kostnaði. Í skýrslunni kemur fram að mistökin, sem gerð voru, megi rekja til vanþekkingar innan sjóðsins og á meðal þeirra sem tengdust sjóðnum og hins vegar sinnuleysis stofnana stjórnsýslunnar. Þá voru einnig tilgreind sem hluti vandans, pólitísk áhrif og óeðlileg hagsmunatengsl í viðskiptum sjóðsins.Óvæginn áfellisdómur„Skýrslan er hörð, óvægin og skýr áfellsdómur yfir stjórmálamenningunni sem ríkt hefur á Íslandi,“ segir Eygló. Hún segir þó að ekki megi gleyma að horfa á stöðu sjóðsins með tilliti til hrunsins. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að staða Íbúðalánasjóðs er líka hluti af því ástandi sem skapaðist hér 2008. Það ekki hægt að slíta þetta algjörlega úr samhengi við hrunið. Þessi skýrsla var unnin fyrir Alþingi sem ákveðin drög eða grunnur að lausnum í málefnum Íbúðalánasjóðs eftir hrun og nú ber að skoða vandlega næstu skref. Við munum styðjast við tillögur skýrslunnar um hvað skuli gera næst, Þetta er eitt af þeim gögnum sem við munum horfa til,“ segir Eygló. Spurð hvort ekki standi til að láta hlutaðeigandi sæta ábyrgð vill Eygló ekki taka beina afstöðu til þess en segir þó að eðli málsins samkvæmt komi það vel til greina. „Ég tel að það sé fyrst og fremst hlutverk Alþingis að álykta þar um. En mér þykir það eðlilegt að menn verði látnir svara fyrir það á viðeigandi stöðum til dæmis hjá lögreglu hafi þeir á annað borð brotið lög. Það er mjög mikilvægt,“ segir hún. Lágmarka þarf tapiðEygló segist meðvituð um sitt hlutverk og nú sé það fyrst og fremst að lágmarka tapið sem orðið hefur á sjóðnum. „Ég sé fyrir mér að best verði að setja á laggirnar verkefnastjórn með samvinnuhópi hagsmunaaðila og fulltrúum allra þingflokka. Samstaðan er mikilvæg til þess að viðunandi lausn finnist. Ég er sjálf þeirrar skoðunar að það þurfi að gera breytingar á húsnæðiskerfinu í heild of ég hef horft til Íbúðalánasjóðs í því samhengi. Skýrslan er góð að því leiti að nú höfum við hana sem gott tæki til að miða við um hvað skuli gera í framtíðinni.“ Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Eygló Harðardóttir, húsnæðis- og félagsmálaráðherra, segir það nú í höndum Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis að ákveða hver framtíð Íbúðalánasjóðs verði. Svört skýrsla um Íbúðalánasjóð kalli á skýra þverpólitíska samstöðu svo taka megi fast á málum. Skýrslan leiddi, sem þekkt er orðið, í ljós margvísleg mistök sem vörðuðu Íbúðalánasjóð. Þau alvarlegustu kostuðu þjóðina milljarða króna og ekki er enn séð fyrir endann á þeim kostnaði. Í skýrslunni kemur fram að mistökin, sem gerð voru, megi rekja til vanþekkingar innan sjóðsins og á meðal þeirra sem tengdust sjóðnum og hins vegar sinnuleysis stofnana stjórnsýslunnar. Þá voru einnig tilgreind sem hluti vandans, pólitísk áhrif og óeðlileg hagsmunatengsl í viðskiptum sjóðsins.Óvæginn áfellisdómur„Skýrslan er hörð, óvægin og skýr áfellsdómur yfir stjórmálamenningunni sem ríkt hefur á Íslandi,“ segir Eygló. Hún segir þó að ekki megi gleyma að horfa á stöðu sjóðsins með tilliti til hrunsins. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að staða Íbúðalánasjóðs er líka hluti af því ástandi sem skapaðist hér 2008. Það ekki hægt að slíta þetta algjörlega úr samhengi við hrunið. Þessi skýrsla var unnin fyrir Alþingi sem ákveðin drög eða grunnur að lausnum í málefnum Íbúðalánasjóðs eftir hrun og nú ber að skoða vandlega næstu skref. Við munum styðjast við tillögur skýrslunnar um hvað skuli gera næst, Þetta er eitt af þeim gögnum sem við munum horfa til,“ segir Eygló. Spurð hvort ekki standi til að láta hlutaðeigandi sæta ábyrgð vill Eygló ekki taka beina afstöðu til þess en segir þó að eðli málsins samkvæmt komi það vel til greina. „Ég tel að það sé fyrst og fremst hlutverk Alþingis að álykta þar um. En mér þykir það eðlilegt að menn verði látnir svara fyrir það á viðeigandi stöðum til dæmis hjá lögreglu hafi þeir á annað borð brotið lög. Það er mjög mikilvægt,“ segir hún. Lágmarka þarf tapiðEygló segist meðvituð um sitt hlutverk og nú sé það fyrst og fremst að lágmarka tapið sem orðið hefur á sjóðnum. „Ég sé fyrir mér að best verði að setja á laggirnar verkefnastjórn með samvinnuhópi hagsmunaaðila og fulltrúum allra þingflokka. Samstaðan er mikilvæg til þess að viðunandi lausn finnist. Ég er sjálf þeirrar skoðunar að það þurfi að gera breytingar á húsnæðiskerfinu í heild of ég hef horft til Íbúðalánasjóðs í því samhengi. Skýrslan er góð að því leiti að nú höfum við hana sem gott tæki til að miða við um hvað skuli gera í framtíðinni.“
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira