Alþingi ákveði um lögreglurannsókn María Lilja Þrastardóttir skrifar 4. júlí 2013 07:15 Eygló Harðardóttir ráðherra segir það hlutverk Alþingis að álykta um hvort að sækja beri fyrrum stjórnendur Íbúðalánasjóðs og aðra hlutaðeigandi til saka hafi þeir brotið hegningarlög með háttsemi sinni. Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið/Vilhelm Eygló Harðardóttir, húsnæðis- og félagsmálaráðherra, segir það nú í höndum Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis að ákveða hver framtíð Íbúðalánasjóðs verði. Svört skýrsla um Íbúðalánasjóð kalli á skýra þverpólitíska samstöðu svo taka megi fast á málum. Skýrslan leiddi, sem þekkt er orðið, í ljós margvísleg mistök sem vörðuðu Íbúðalánasjóð. Þau alvarlegustu kostuðu þjóðina milljarða króna og ekki er enn séð fyrir endann á þeim kostnaði. Í skýrslunni kemur fram að mistökin, sem gerð voru, megi rekja til vanþekkingar innan sjóðsins og á meðal þeirra sem tengdust sjóðnum og hins vegar sinnuleysis stofnana stjórnsýslunnar. Þá voru einnig tilgreind sem hluti vandans, pólitísk áhrif og óeðlileg hagsmunatengsl í viðskiptum sjóðsins.Óvæginn áfellisdómur„Skýrslan er hörð, óvægin og skýr áfellsdómur yfir stjórmálamenningunni sem ríkt hefur á Íslandi,“ segir Eygló. Hún segir þó að ekki megi gleyma að horfa á stöðu sjóðsins með tilliti til hrunsins. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að staða Íbúðalánasjóðs er líka hluti af því ástandi sem skapaðist hér 2008. Það ekki hægt að slíta þetta algjörlega úr samhengi við hrunið. Þessi skýrsla var unnin fyrir Alþingi sem ákveðin drög eða grunnur að lausnum í málefnum Íbúðalánasjóðs eftir hrun og nú ber að skoða vandlega næstu skref. Við munum styðjast við tillögur skýrslunnar um hvað skuli gera næst, Þetta er eitt af þeim gögnum sem við munum horfa til,“ segir Eygló. Spurð hvort ekki standi til að láta hlutaðeigandi sæta ábyrgð vill Eygló ekki taka beina afstöðu til þess en segir þó að eðli málsins samkvæmt komi það vel til greina. „Ég tel að það sé fyrst og fremst hlutverk Alþingis að álykta þar um. En mér þykir það eðlilegt að menn verði látnir svara fyrir það á viðeigandi stöðum til dæmis hjá lögreglu hafi þeir á annað borð brotið lög. Það er mjög mikilvægt,“ segir hún. Lágmarka þarf tapiðEygló segist meðvituð um sitt hlutverk og nú sé það fyrst og fremst að lágmarka tapið sem orðið hefur á sjóðnum. „Ég sé fyrir mér að best verði að setja á laggirnar verkefnastjórn með samvinnuhópi hagsmunaaðila og fulltrúum allra þingflokka. Samstaðan er mikilvæg til þess að viðunandi lausn finnist. Ég er sjálf þeirrar skoðunar að það þurfi að gera breytingar á húsnæðiskerfinu í heild of ég hef horft til Íbúðalánasjóðs í því samhengi. Skýrslan er góð að því leiti að nú höfum við hana sem gott tæki til að miða við um hvað skuli gera í framtíðinni.“ Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Eygló Harðardóttir, húsnæðis- og félagsmálaráðherra, segir það nú í höndum Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis að ákveða hver framtíð Íbúðalánasjóðs verði. Svört skýrsla um Íbúðalánasjóð kalli á skýra þverpólitíska samstöðu svo taka megi fast á málum. Skýrslan leiddi, sem þekkt er orðið, í ljós margvísleg mistök sem vörðuðu Íbúðalánasjóð. Þau alvarlegustu kostuðu þjóðina milljarða króna og ekki er enn séð fyrir endann á þeim kostnaði. Í skýrslunni kemur fram að mistökin, sem gerð voru, megi rekja til vanþekkingar innan sjóðsins og á meðal þeirra sem tengdust sjóðnum og hins vegar sinnuleysis stofnana stjórnsýslunnar. Þá voru einnig tilgreind sem hluti vandans, pólitísk áhrif og óeðlileg hagsmunatengsl í viðskiptum sjóðsins.Óvæginn áfellisdómur„Skýrslan er hörð, óvægin og skýr áfellsdómur yfir stjórmálamenningunni sem ríkt hefur á Íslandi,“ segir Eygló. Hún segir þó að ekki megi gleyma að horfa á stöðu sjóðsins með tilliti til hrunsins. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að staða Íbúðalánasjóðs er líka hluti af því ástandi sem skapaðist hér 2008. Það ekki hægt að slíta þetta algjörlega úr samhengi við hrunið. Þessi skýrsla var unnin fyrir Alþingi sem ákveðin drög eða grunnur að lausnum í málefnum Íbúðalánasjóðs eftir hrun og nú ber að skoða vandlega næstu skref. Við munum styðjast við tillögur skýrslunnar um hvað skuli gera næst, Þetta er eitt af þeim gögnum sem við munum horfa til,“ segir Eygló. Spurð hvort ekki standi til að láta hlutaðeigandi sæta ábyrgð vill Eygló ekki taka beina afstöðu til þess en segir þó að eðli málsins samkvæmt komi það vel til greina. „Ég tel að það sé fyrst og fremst hlutverk Alþingis að álykta þar um. En mér þykir það eðlilegt að menn verði látnir svara fyrir það á viðeigandi stöðum til dæmis hjá lögreglu hafi þeir á annað borð brotið lög. Það er mjög mikilvægt,“ segir hún. Lágmarka þarf tapiðEygló segist meðvituð um sitt hlutverk og nú sé það fyrst og fremst að lágmarka tapið sem orðið hefur á sjóðnum. „Ég sé fyrir mér að best verði að setja á laggirnar verkefnastjórn með samvinnuhópi hagsmunaaðila og fulltrúum allra þingflokka. Samstaðan er mikilvæg til þess að viðunandi lausn finnist. Ég er sjálf þeirrar skoðunar að það þurfi að gera breytingar á húsnæðiskerfinu í heild of ég hef horft til Íbúðalánasjóðs í því samhengi. Skýrslan er góð að því leiti að nú höfum við hana sem gott tæki til að miða við um hvað skuli gera í framtíðinni.“
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira