Enski boltinn

Cole segist ekki heyra baulið

Ashley Cole, leikmaður Chelsea, er einn óvinsælasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Þess vegna fær hann oftar en ekki útreið hjá stuðningsmönnum andstæðinga Chelsea og enska landsliðsins.

Cole segist vera löngu orðinn vanur öllu baulinu og það trufli hann ekki neitt.

"Það vill enginn leikmaður heyra baul en þegar ég er að spila þá tekst mér að útiloka allt slíkt. Ég heyri ekki baulið," sagði Cole.

Stuðningsmenn Chelsea hafa meira að segja snúist gegn honum enda er hann fyrrum leikmaður Arsenal. Það hefur þó lagast.

"Það er engin óskastaða að eigin stuðningsmenn bauli á mann. Fótbolti er erfiður leikur og það er ekki hægt að fá allt. Stuðningsmenn greiða sig inn á völlinn og þeir hafa rétt á því að tjá skoðanir sínar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×