Fundu dautt sauðfé í snjónum Elimar Hauksson skrifar 19. september 2013 07:00 Erfitt er að smala þar sem svæðið er torfarið og snjór er yfir öllu Bændur á Jökuldal fundu dauðar kindur þegar þeir smöluðu afréttarlönd í gær eftir óveður síðustu daga. Mikil óvissa er um heimtur af fjöllum því svæðið er torfarið og ekki hægt að segja til um hve margt liggur grafið undir snjó.Þorsteinn Snædal, bóndi á Skjöldólfsstöðum, smalaði á Jökuldal í gær. Hann kom niður með eitthvað af fé en sagði að dauðar kindur væru einnig á heiðum.„Það sem ég kom með niður var náttúrulega lifandi en hitt verður að koma í ljós. Við sáum eitthvað af dauðu fé en auk þess fékk ég eyrnamerki af mínu fé sem nágranni minn hafði fundið dautt,“ segir Þorsteinn. Anna Bryndís Tryggvadóttir, bóndi á Brekku á Fljótsdal, segir að reynt verði að flytja féð í hús á fjárvögnum þar sem mjög erfitt sé að reka skepnurnar klakabrynjaðar. Hún segir tíðina valda því að smölun geti orðið erfið. „Það var smalað á svæðinu Rana á Jökuldal og Fljótsdalsheiði en þar eru á milli tvö til þrjú þúsund fjár. Skepnurnar hafa leitað upp í fjöll því beitin þar er mun kraftmeiri núna vegna tíðarfars. Það var ekkert farið að kólna og því voru þær ekkert farnar að leita niður,“ segir Anna. Aðalsteinn Jónsson, bóndi á Klausturseli, smalaði Klausturselsheiði ásamt sonum sínum í gær. Hann segir mikinn snjó hafa verið á svæðinu og ekki margt hafa fundist. „Það fé sem við höfum fundið er í lagi en hér er hellings snjór og við vitum ekkert hvað er undir honum. Við erum að smala um 50 kindum og rekst illa,“ segir Aðalsteinn. Marteinn, sonur Aðalsteins, segir að þó veður hafi verið gott í gær hafi aðstæður til leitar vera erfiðar enda sé svæðið torfarið. „Við fórum á Klausturdalsheiði á þremur vélsleðum og þar var allt hvítt yfir að líta. Hér er ekki fært að smala á neinum tækjum nema vélsleða,“ segir Marteinn. María S. Jónsdóttir, landbúnaðarráðunautur á Húsavík, segir að snjóað hafi mikið upp til heiða í Þingeyjarsýslu. Mikil ísing hafi verið í Mývatnssveit og girðingar hafi lagst niður. Hún segir ljóst að skemmdir hafi orðið á ræktarlandi og korni í óveðrinu. Mikið rok hefur einnig sett strik í reikninginn hjá sunnlenskum bændum. Undir Eyjafjöllum má búast við að kornuppskera verði mun lakari en í fyrra. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segir um þriðjung af kornuppskeru hafa eyðilagst í ofsaveðrinu sem gekk þar yfir. Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Bændur á Jökuldal fundu dauðar kindur þegar þeir smöluðu afréttarlönd í gær eftir óveður síðustu daga. Mikil óvissa er um heimtur af fjöllum því svæðið er torfarið og ekki hægt að segja til um hve margt liggur grafið undir snjó.Þorsteinn Snædal, bóndi á Skjöldólfsstöðum, smalaði á Jökuldal í gær. Hann kom niður með eitthvað af fé en sagði að dauðar kindur væru einnig á heiðum.„Það sem ég kom með niður var náttúrulega lifandi en hitt verður að koma í ljós. Við sáum eitthvað af dauðu fé en auk þess fékk ég eyrnamerki af mínu fé sem nágranni minn hafði fundið dautt,“ segir Þorsteinn. Anna Bryndís Tryggvadóttir, bóndi á Brekku á Fljótsdal, segir að reynt verði að flytja féð í hús á fjárvögnum þar sem mjög erfitt sé að reka skepnurnar klakabrynjaðar. Hún segir tíðina valda því að smölun geti orðið erfið. „Það var smalað á svæðinu Rana á Jökuldal og Fljótsdalsheiði en þar eru á milli tvö til þrjú þúsund fjár. Skepnurnar hafa leitað upp í fjöll því beitin þar er mun kraftmeiri núna vegna tíðarfars. Það var ekkert farið að kólna og því voru þær ekkert farnar að leita niður,“ segir Anna. Aðalsteinn Jónsson, bóndi á Klausturseli, smalaði Klausturselsheiði ásamt sonum sínum í gær. Hann segir mikinn snjó hafa verið á svæðinu og ekki margt hafa fundist. „Það fé sem við höfum fundið er í lagi en hér er hellings snjór og við vitum ekkert hvað er undir honum. Við erum að smala um 50 kindum og rekst illa,“ segir Aðalsteinn. Marteinn, sonur Aðalsteins, segir að þó veður hafi verið gott í gær hafi aðstæður til leitar vera erfiðar enda sé svæðið torfarið. „Við fórum á Klausturdalsheiði á þremur vélsleðum og þar var allt hvítt yfir að líta. Hér er ekki fært að smala á neinum tækjum nema vélsleða,“ segir Marteinn. María S. Jónsdóttir, landbúnaðarráðunautur á Húsavík, segir að snjóað hafi mikið upp til heiða í Þingeyjarsýslu. Mikil ísing hafi verið í Mývatnssveit og girðingar hafi lagst niður. Hún segir ljóst að skemmdir hafi orðið á ræktarlandi og korni í óveðrinu. Mikið rok hefur einnig sett strik í reikninginn hjá sunnlenskum bændum. Undir Eyjafjöllum má búast við að kornuppskera verði mun lakari en í fyrra. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segir um þriðjung af kornuppskeru hafa eyðilagst í ofsaveðrinu sem gekk þar yfir.
Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira