Fundu dautt sauðfé í snjónum Elimar Hauksson skrifar 19. september 2013 07:00 Erfitt er að smala þar sem svæðið er torfarið og snjór er yfir öllu Bændur á Jökuldal fundu dauðar kindur þegar þeir smöluðu afréttarlönd í gær eftir óveður síðustu daga. Mikil óvissa er um heimtur af fjöllum því svæðið er torfarið og ekki hægt að segja til um hve margt liggur grafið undir snjó.Þorsteinn Snædal, bóndi á Skjöldólfsstöðum, smalaði á Jökuldal í gær. Hann kom niður með eitthvað af fé en sagði að dauðar kindur væru einnig á heiðum.„Það sem ég kom með niður var náttúrulega lifandi en hitt verður að koma í ljós. Við sáum eitthvað af dauðu fé en auk þess fékk ég eyrnamerki af mínu fé sem nágranni minn hafði fundið dautt,“ segir Þorsteinn. Anna Bryndís Tryggvadóttir, bóndi á Brekku á Fljótsdal, segir að reynt verði að flytja féð í hús á fjárvögnum þar sem mjög erfitt sé að reka skepnurnar klakabrynjaðar. Hún segir tíðina valda því að smölun geti orðið erfið. „Það var smalað á svæðinu Rana á Jökuldal og Fljótsdalsheiði en þar eru á milli tvö til þrjú þúsund fjár. Skepnurnar hafa leitað upp í fjöll því beitin þar er mun kraftmeiri núna vegna tíðarfars. Það var ekkert farið að kólna og því voru þær ekkert farnar að leita niður,“ segir Anna. Aðalsteinn Jónsson, bóndi á Klausturseli, smalaði Klausturselsheiði ásamt sonum sínum í gær. Hann segir mikinn snjó hafa verið á svæðinu og ekki margt hafa fundist. „Það fé sem við höfum fundið er í lagi en hér er hellings snjór og við vitum ekkert hvað er undir honum. Við erum að smala um 50 kindum og rekst illa,“ segir Aðalsteinn. Marteinn, sonur Aðalsteins, segir að þó veður hafi verið gott í gær hafi aðstæður til leitar vera erfiðar enda sé svæðið torfarið. „Við fórum á Klausturdalsheiði á þremur vélsleðum og þar var allt hvítt yfir að líta. Hér er ekki fært að smala á neinum tækjum nema vélsleða,“ segir Marteinn. María S. Jónsdóttir, landbúnaðarráðunautur á Húsavík, segir að snjóað hafi mikið upp til heiða í Þingeyjarsýslu. Mikil ísing hafi verið í Mývatnssveit og girðingar hafi lagst niður. Hún segir ljóst að skemmdir hafi orðið á ræktarlandi og korni í óveðrinu. Mikið rok hefur einnig sett strik í reikninginn hjá sunnlenskum bændum. Undir Eyjafjöllum má búast við að kornuppskera verði mun lakari en í fyrra. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segir um þriðjung af kornuppskeru hafa eyðilagst í ofsaveðrinu sem gekk þar yfir. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira
Bændur á Jökuldal fundu dauðar kindur þegar þeir smöluðu afréttarlönd í gær eftir óveður síðustu daga. Mikil óvissa er um heimtur af fjöllum því svæðið er torfarið og ekki hægt að segja til um hve margt liggur grafið undir snjó.Þorsteinn Snædal, bóndi á Skjöldólfsstöðum, smalaði á Jökuldal í gær. Hann kom niður með eitthvað af fé en sagði að dauðar kindur væru einnig á heiðum.„Það sem ég kom með niður var náttúrulega lifandi en hitt verður að koma í ljós. Við sáum eitthvað af dauðu fé en auk þess fékk ég eyrnamerki af mínu fé sem nágranni minn hafði fundið dautt,“ segir Þorsteinn. Anna Bryndís Tryggvadóttir, bóndi á Brekku á Fljótsdal, segir að reynt verði að flytja féð í hús á fjárvögnum þar sem mjög erfitt sé að reka skepnurnar klakabrynjaðar. Hún segir tíðina valda því að smölun geti orðið erfið. „Það var smalað á svæðinu Rana á Jökuldal og Fljótsdalsheiði en þar eru á milli tvö til þrjú þúsund fjár. Skepnurnar hafa leitað upp í fjöll því beitin þar er mun kraftmeiri núna vegna tíðarfars. Það var ekkert farið að kólna og því voru þær ekkert farnar að leita niður,“ segir Anna. Aðalsteinn Jónsson, bóndi á Klausturseli, smalaði Klausturselsheiði ásamt sonum sínum í gær. Hann segir mikinn snjó hafa verið á svæðinu og ekki margt hafa fundist. „Það fé sem við höfum fundið er í lagi en hér er hellings snjór og við vitum ekkert hvað er undir honum. Við erum að smala um 50 kindum og rekst illa,“ segir Aðalsteinn. Marteinn, sonur Aðalsteins, segir að þó veður hafi verið gott í gær hafi aðstæður til leitar vera erfiðar enda sé svæðið torfarið. „Við fórum á Klausturdalsheiði á þremur vélsleðum og þar var allt hvítt yfir að líta. Hér er ekki fært að smala á neinum tækjum nema vélsleða,“ segir Marteinn. María S. Jónsdóttir, landbúnaðarráðunautur á Húsavík, segir að snjóað hafi mikið upp til heiða í Þingeyjarsýslu. Mikil ísing hafi verið í Mývatnssveit og girðingar hafi lagst niður. Hún segir ljóst að skemmdir hafi orðið á ræktarlandi og korni í óveðrinu. Mikið rok hefur einnig sett strik í reikninginn hjá sunnlenskum bændum. Undir Eyjafjöllum má búast við að kornuppskera verði mun lakari en í fyrra. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segir um þriðjung af kornuppskeru hafa eyðilagst í ofsaveðrinu sem gekk þar yfir.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Sjá meira