Innlent

Kolgrafafjörður í heimsfréttum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Krakkar frá Grundarfirði hreinsa síldina í Kolgrafafirði upp.
Krakkar frá Grundarfirði hreinsa síldina í Kolgrafafirði upp. Mynd/ Vilhelm.
Síldardauðinn í Kolgrafafirði hefur orðið stórblöðum víða um heim að umfjöllunarefni. Bandaríska blaðið The Wall Street Journal birtir stóra mynd af síldinni á vef sínum í dag. Blaðið segir reyndar að verðmæti dauða fisksins nemi milljörðum bandaríkjadala, en sennilegast er réttara að hann nemur nokkrum milljónum bandaríkjadala.

Þá fjallar breski vefurinn Daily Mail líka um málið. Þar er þeirri fullyrðingu slegið fram að fiskur, sem sé milljónavirði, hafi drepist í íslenskum sjó. Fiskurinn hafi orðið súrefnislaus vegna framkvæmda.

Í danska Ekstra Bladet segir að um 30 þúsund tonn af síld hafi drepist á svipuðum stað og síldin drapst í desember. Þar hópist nú þúsundir fugla saman til að gæða sér á síldinni. Fuglarnir séu hins vegar í hættu því þeir geti útbíast í grút.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×