Vafi á lögmæti vegna björgunar Hauka 16. janúar 2013 14:48 Vafi er á því hvort Hafnarfjarðarbæ sé heimilt að kaupa fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Þetta kemur fram í úttekt í hafnfirska blaðinu Fjarðarpóstinum fyrir viku síðan. Þar segir meðal annars að það hafi verið bæjarráð sem tók ákvörðunina um að kaupa hlut í Haukum en ekki bæjarstjórn. Það stangist á við 58. grein sveitarstjórnarlaga. Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir í samtali við Fjarðarpóstinn að ákvörðunin sé innan ramma laganna. Enn fremur kemur fram í grein Fjarðarpóstsins að enginn bæjarfulltrúa taldi sig vanhæfan þegar samningurinn við Hauka var samþykktur einróma. Fjarðarpósturinn bendir á að í bæjarráði sitji meðal annars Rósa Guðbjartsdóttir sem var formaður knattspyrnudeildar Hauka þegar aðalstjórn Hauka hreinsaði upp skuldir félagsins með kúluláninu sem málið snýst að stóru leyti um. Þess má þó geta að Rósa er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem er í minnihluta í bænum. Það breytir hinsvegar ekki því að tengsl íþróttafélaganna hafa lengi verið sterk, fjórir bæjarstjórar hafa t.d. verið formenn FH eða Hauka á síðustu 25 árum. Fjárhagserfiðleika Hauka má meðal annars rekja til yfir eitt hundrað milljóna króna kúluláns í svissneskum frönkum sem félagið tók árið 2007 og átti að greiða 2009. Félagið hefur ekki getað staðið í skilum með þessi lán. Bærinn hefur þegar greitt 62,6 milljónir króna sem skuldajöfnun á tveimur skuldabréfum Hauka hjá bæjarsjóði frá árunum 2001 og 2002. Í hverjum mánuði héðan frá í aldarfjórðung á bærinn síðan að borga 1,6 milljónir króna inn á bankareikning Hauka til greiðslu á skuldum félagsins við Landsbankann. Samningurinn er metinn á 271 milljón króna en samkvæmt greiðsluáætluninni mun bærinn hafa greitt hátt í 500 milljónir áður en yfir lýkur árið 2037. Ekki náðist í Gunnar Axel við vinnslu fréttarinnar. Hér má nálgast umfjöllun Fjarðarpóstsins. ------------- Viðbót klukkan 18:25 Rósa Guðbjartsdóttir vill koma því á framfæri að hún hafi verið formaður knattspyrnudeildarinnar í tæp tvö ár og hafði rekstrarfélag og aðalstjórn alla stjórn og aðkomu að fjármálum deildarinnar á þeim tíma. Það séu komin rúm fjögur ár frá því að hún lét af þeirri formennsku og segir því af og frá að hún hafi verið vanhæf til að taka þessa ákvörðun nú. Ekki frekar en fjöldi annarra bæjarfulltrúa sem hefur verið í svipaðri aðstöðu í gegnum árin og hefur ekki talist vanhæfur. Tengdar fréttir Leystir út og settir í 25 ára lántökubann Hafnarfjarðarbær kaupir fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Félaginu er bannað að stofna til nýrra skulda næstu 25 ár. Gengu alltof langt, segir formaður bæjarráðs. Mjög mun létta á rekstri Haukanna. 8. janúar 2013 06:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Vafi er á því hvort Hafnarfjarðarbæ sé heimilt að kaupa fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Þetta kemur fram í úttekt í hafnfirska blaðinu Fjarðarpóstinum fyrir viku síðan. Þar segir meðal annars að það hafi verið bæjarráð sem tók ákvörðunina um að kaupa hlut í Haukum en ekki bæjarstjórn. Það stangist á við 58. grein sveitarstjórnarlaga. Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir í samtali við Fjarðarpóstinn að ákvörðunin sé innan ramma laganna. Enn fremur kemur fram í grein Fjarðarpóstsins að enginn bæjarfulltrúa taldi sig vanhæfan þegar samningurinn við Hauka var samþykktur einróma. Fjarðarpósturinn bendir á að í bæjarráði sitji meðal annars Rósa Guðbjartsdóttir sem var formaður knattspyrnudeildar Hauka þegar aðalstjórn Hauka hreinsaði upp skuldir félagsins með kúluláninu sem málið snýst að stóru leyti um. Þess má þó geta að Rósa er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem er í minnihluta í bænum. Það breytir hinsvegar ekki því að tengsl íþróttafélaganna hafa lengi verið sterk, fjórir bæjarstjórar hafa t.d. verið formenn FH eða Hauka á síðustu 25 árum. Fjárhagserfiðleika Hauka má meðal annars rekja til yfir eitt hundrað milljóna króna kúluláns í svissneskum frönkum sem félagið tók árið 2007 og átti að greiða 2009. Félagið hefur ekki getað staðið í skilum með þessi lán. Bærinn hefur þegar greitt 62,6 milljónir króna sem skuldajöfnun á tveimur skuldabréfum Hauka hjá bæjarsjóði frá árunum 2001 og 2002. Í hverjum mánuði héðan frá í aldarfjórðung á bærinn síðan að borga 1,6 milljónir króna inn á bankareikning Hauka til greiðslu á skuldum félagsins við Landsbankann. Samningurinn er metinn á 271 milljón króna en samkvæmt greiðsluáætluninni mun bærinn hafa greitt hátt í 500 milljónir áður en yfir lýkur árið 2037. Ekki náðist í Gunnar Axel við vinnslu fréttarinnar. Hér má nálgast umfjöllun Fjarðarpóstsins. ------------- Viðbót klukkan 18:25 Rósa Guðbjartsdóttir vill koma því á framfæri að hún hafi verið formaður knattspyrnudeildarinnar í tæp tvö ár og hafði rekstrarfélag og aðalstjórn alla stjórn og aðkomu að fjármálum deildarinnar á þeim tíma. Það séu komin rúm fjögur ár frá því að hún lét af þeirri formennsku og segir því af og frá að hún hafi verið vanhæf til að taka þessa ákvörðun nú. Ekki frekar en fjöldi annarra bæjarfulltrúa sem hefur verið í svipaðri aðstöðu í gegnum árin og hefur ekki talist vanhæfur.
Tengdar fréttir Leystir út og settir í 25 ára lántökubann Hafnarfjarðarbær kaupir fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Félaginu er bannað að stofna til nýrra skulda næstu 25 ár. Gengu alltof langt, segir formaður bæjarráðs. Mjög mun létta á rekstri Haukanna. 8. janúar 2013 06:00 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Leystir út og settir í 25 ára lántökubann Hafnarfjarðarbær kaupir fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Félaginu er bannað að stofna til nýrra skulda næstu 25 ár. Gengu alltof langt, segir formaður bæjarráðs. Mjög mun létta á rekstri Haukanna. 8. janúar 2013 06:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði