Vafi á lögmæti vegna björgunar Hauka 16. janúar 2013 14:48 Vafi er á því hvort Hafnarfjarðarbæ sé heimilt að kaupa fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Þetta kemur fram í úttekt í hafnfirska blaðinu Fjarðarpóstinum fyrir viku síðan. Þar segir meðal annars að það hafi verið bæjarráð sem tók ákvörðunina um að kaupa hlut í Haukum en ekki bæjarstjórn. Það stangist á við 58. grein sveitarstjórnarlaga. Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir í samtali við Fjarðarpóstinn að ákvörðunin sé innan ramma laganna. Enn fremur kemur fram í grein Fjarðarpóstsins að enginn bæjarfulltrúa taldi sig vanhæfan þegar samningurinn við Hauka var samþykktur einróma. Fjarðarpósturinn bendir á að í bæjarráði sitji meðal annars Rósa Guðbjartsdóttir sem var formaður knattspyrnudeildar Hauka þegar aðalstjórn Hauka hreinsaði upp skuldir félagsins með kúluláninu sem málið snýst að stóru leyti um. Þess má þó geta að Rósa er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem er í minnihluta í bænum. Það breytir hinsvegar ekki því að tengsl íþróttafélaganna hafa lengi verið sterk, fjórir bæjarstjórar hafa t.d. verið formenn FH eða Hauka á síðustu 25 árum. Fjárhagserfiðleika Hauka má meðal annars rekja til yfir eitt hundrað milljóna króna kúluláns í svissneskum frönkum sem félagið tók árið 2007 og átti að greiða 2009. Félagið hefur ekki getað staðið í skilum með þessi lán. Bærinn hefur þegar greitt 62,6 milljónir króna sem skuldajöfnun á tveimur skuldabréfum Hauka hjá bæjarsjóði frá árunum 2001 og 2002. Í hverjum mánuði héðan frá í aldarfjórðung á bærinn síðan að borga 1,6 milljónir króna inn á bankareikning Hauka til greiðslu á skuldum félagsins við Landsbankann. Samningurinn er metinn á 271 milljón króna en samkvæmt greiðsluáætluninni mun bærinn hafa greitt hátt í 500 milljónir áður en yfir lýkur árið 2037. Ekki náðist í Gunnar Axel við vinnslu fréttarinnar. Hér má nálgast umfjöllun Fjarðarpóstsins. ------------- Viðbót klukkan 18:25 Rósa Guðbjartsdóttir vill koma því á framfæri að hún hafi verið formaður knattspyrnudeildarinnar í tæp tvö ár og hafði rekstrarfélag og aðalstjórn alla stjórn og aðkomu að fjármálum deildarinnar á þeim tíma. Það séu komin rúm fjögur ár frá því að hún lét af þeirri formennsku og segir því af og frá að hún hafi verið vanhæf til að taka þessa ákvörðun nú. Ekki frekar en fjöldi annarra bæjarfulltrúa sem hefur verið í svipaðri aðstöðu í gegnum árin og hefur ekki talist vanhæfur. Tengdar fréttir Leystir út og settir í 25 ára lántökubann Hafnarfjarðarbær kaupir fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Félaginu er bannað að stofna til nýrra skulda næstu 25 ár. Gengu alltof langt, segir formaður bæjarráðs. Mjög mun létta á rekstri Haukanna. 8. janúar 2013 06:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Vafi er á því hvort Hafnarfjarðarbæ sé heimilt að kaupa fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Þetta kemur fram í úttekt í hafnfirska blaðinu Fjarðarpóstinum fyrir viku síðan. Þar segir meðal annars að það hafi verið bæjarráð sem tók ákvörðunina um að kaupa hlut í Haukum en ekki bæjarstjórn. Það stangist á við 58. grein sveitarstjórnarlaga. Gunnar Axel Axelsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir í samtali við Fjarðarpóstinn að ákvörðunin sé innan ramma laganna. Enn fremur kemur fram í grein Fjarðarpóstsins að enginn bæjarfulltrúa taldi sig vanhæfan þegar samningurinn við Hauka var samþykktur einróma. Fjarðarpósturinn bendir á að í bæjarráði sitji meðal annars Rósa Guðbjartsdóttir sem var formaður knattspyrnudeildar Hauka þegar aðalstjórn Hauka hreinsaði upp skuldir félagsins með kúluláninu sem málið snýst að stóru leyti um. Þess má þó geta að Rósa er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem er í minnihluta í bænum. Það breytir hinsvegar ekki því að tengsl íþróttafélaganna hafa lengi verið sterk, fjórir bæjarstjórar hafa t.d. verið formenn FH eða Hauka á síðustu 25 árum. Fjárhagserfiðleika Hauka má meðal annars rekja til yfir eitt hundrað milljóna króna kúluláns í svissneskum frönkum sem félagið tók árið 2007 og átti að greiða 2009. Félagið hefur ekki getað staðið í skilum með þessi lán. Bærinn hefur þegar greitt 62,6 milljónir króna sem skuldajöfnun á tveimur skuldabréfum Hauka hjá bæjarsjóði frá árunum 2001 og 2002. Í hverjum mánuði héðan frá í aldarfjórðung á bærinn síðan að borga 1,6 milljónir króna inn á bankareikning Hauka til greiðslu á skuldum félagsins við Landsbankann. Samningurinn er metinn á 271 milljón króna en samkvæmt greiðsluáætluninni mun bærinn hafa greitt hátt í 500 milljónir áður en yfir lýkur árið 2037. Ekki náðist í Gunnar Axel við vinnslu fréttarinnar. Hér má nálgast umfjöllun Fjarðarpóstsins. ------------- Viðbót klukkan 18:25 Rósa Guðbjartsdóttir vill koma því á framfæri að hún hafi verið formaður knattspyrnudeildarinnar í tæp tvö ár og hafði rekstrarfélag og aðalstjórn alla stjórn og aðkomu að fjármálum deildarinnar á þeim tíma. Það séu komin rúm fjögur ár frá því að hún lét af þeirri formennsku og segir því af og frá að hún hafi verið vanhæf til að taka þessa ákvörðun nú. Ekki frekar en fjöldi annarra bæjarfulltrúa sem hefur verið í svipaðri aðstöðu í gegnum árin og hefur ekki talist vanhæfur.
Tengdar fréttir Leystir út og settir í 25 ára lántökubann Hafnarfjarðarbær kaupir fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Félaginu er bannað að stofna til nýrra skulda næstu 25 ár. Gengu alltof langt, segir formaður bæjarráðs. Mjög mun létta á rekstri Haukanna. 8. janúar 2013 06:00 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Leystir út og settir í 25 ára lántökubann Hafnarfjarðarbær kaupir fimmtungshlut Hauka í íþróttamiðstöðinni á Ásvöllum fyrir 271 milljón króna. Félaginu er bannað að stofna til nýrra skulda næstu 25 ár. Gengu alltof langt, segir formaður bæjarráðs. Mjög mun létta á rekstri Haukanna. 8. janúar 2013 06:00