Með jákvæðnina að leiðarljósi Hugrún Halldórsdóttir skrifar 31. mars 2013 19:53 Íbúar á Bifröst voru slegnir þegar Davíð Olgeirsson söngvari og markaðsstjóri Háskólans í þorpinu varð fyrir alvarlegu slysi á fótboltaæfingu um miðjan síðasta mánuð. Útlit er fyrir að hann þurfi að vera frá vinnu og í stífri endurhæfingu fram á næsta ár en jákvæðni hans og eiginkonunnar hefur snert alla í þessu litla samfélagi sem nú vill gefa hjónunum eitthvað til baka. Davíð var í marki á fótboltaæfingu í Reykjavík fyrir um einum og hálfum mánuði þegar hann fékk bolta í höfuðið og hneig niður en við höggið sprakk blóðgúlpur í höfði hans sem olli heilablæðingu. „Fyrst þegar ég hitti hann þá var hann ótrúlega fjarrænn," segir Tinna Jóhannsdóttir, eiginkona Davíðs, og segir hún hann í raun hafa misst allan orðaforða til að byrja með. „Hann gat sagt já og nei, en það var svona það eina sem hann hafði tök á að segja fyrstu dagana. Hann gat sig hvergi hreyft hægra megin, missti allan máttinn í allri hægri hliðinni." Davíð segir að hann hafi fæðst með svokallaða vatnsblöðru í höfðinu, sem er tiltölulega algengt, en í hans tilfelli hafði slagæðagúlpur myndast í kringum hana. „Þetta var lán í óláni því ég var við hliðina á Borgarspítalanum þegar þetta gerðist. Þetta er í eina skiptið í vikunni sem maður er við hliðina á Borgarspítalanum," segir Davíð, en hann hefur nú verið í endurhæfingu á Grensáss ásamt dalegri talþjálfun en hann er að eigin sögn allur að koma til. „Mér líður bara vel. Ég hef bara sýnt jákvæðni gagnvart þessu." Og jákvæðnin sem Davíð og Tinna hafa haft að leiðarljós hefur snert íbúana sem ætla að efna til styrktarkvölds þann 9. apríl á Bifröst. Fjölmargir þekktir listamenn koma fram og rennur ágóðinn óskiptur til fjölskyldunnar. Davíð verður næstu mánuði í endurhæfingu og Tinna, sem er nemi, verður því fyrirvinna heimilisins.Hér má finna síðu styrktarkvöldsins á Facebook. Þeir sem ekki komast en vilja leggja Davíð og fjölskyldu hans lið geta lagt inn á styrktarreikning 1177-15-200198. Kt. 010587-3449 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Íbúar á Bifröst voru slegnir þegar Davíð Olgeirsson söngvari og markaðsstjóri Háskólans í þorpinu varð fyrir alvarlegu slysi á fótboltaæfingu um miðjan síðasta mánuð. Útlit er fyrir að hann þurfi að vera frá vinnu og í stífri endurhæfingu fram á næsta ár en jákvæðni hans og eiginkonunnar hefur snert alla í þessu litla samfélagi sem nú vill gefa hjónunum eitthvað til baka. Davíð var í marki á fótboltaæfingu í Reykjavík fyrir um einum og hálfum mánuði þegar hann fékk bolta í höfuðið og hneig niður en við höggið sprakk blóðgúlpur í höfði hans sem olli heilablæðingu. „Fyrst þegar ég hitti hann þá var hann ótrúlega fjarrænn," segir Tinna Jóhannsdóttir, eiginkona Davíðs, og segir hún hann í raun hafa misst allan orðaforða til að byrja með. „Hann gat sagt já og nei, en það var svona það eina sem hann hafði tök á að segja fyrstu dagana. Hann gat sig hvergi hreyft hægra megin, missti allan máttinn í allri hægri hliðinni." Davíð segir að hann hafi fæðst með svokallaða vatnsblöðru í höfðinu, sem er tiltölulega algengt, en í hans tilfelli hafði slagæðagúlpur myndast í kringum hana. „Þetta var lán í óláni því ég var við hliðina á Borgarspítalanum þegar þetta gerðist. Þetta er í eina skiptið í vikunni sem maður er við hliðina á Borgarspítalanum," segir Davíð, en hann hefur nú verið í endurhæfingu á Grensáss ásamt dalegri talþjálfun en hann er að eigin sögn allur að koma til. „Mér líður bara vel. Ég hef bara sýnt jákvæðni gagnvart þessu." Og jákvæðnin sem Davíð og Tinna hafa haft að leiðarljós hefur snert íbúana sem ætla að efna til styrktarkvölds þann 9. apríl á Bifröst. Fjölmargir þekktir listamenn koma fram og rennur ágóðinn óskiptur til fjölskyldunnar. Davíð verður næstu mánuði í endurhæfingu og Tinna, sem er nemi, verður því fyrirvinna heimilisins.Hér má finna síðu styrktarkvöldsins á Facebook. Þeir sem ekki komast en vilja leggja Davíð og fjölskyldu hans lið geta lagt inn á styrktarreikning 1177-15-200198. Kt. 010587-3449
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira