Enski boltinn

Allir 380 leikirnir í beinni

Nordic Photos / Getty Images
Stöð 2 Sport 2 mun sem fyrr sýna alla leiki í ensku úrvalsdeildinni í beinni útsendingu á næsta tímabili. Sú breyting var gerð á sýningarréttinum að rétthafar í hverju landi mega aðeins sýna frá einum leik í beinni útsendingu síðdegis á laugardögum, í stað margra á hliðarrásum eins og verið hefur.

365 samdi hins vegar sérstaklega um að fá að sýna alla leikina áfram í beinni þar sem merki Stöðvar 2 Sports 2 er ekki varpað um gervihnött.

„Það er rétt, við höfum tryggt okkur sýningarréttinn af enska boltanum áfram. Ekki nóg með það því Sport 2 verður eina sjónvarpsstöðin sem býður alla 380 leikina í enska boltanum í beinni útsendingu. Sport 2 mun því hafa þá sérstöðu gagnvart öðrum sjónvarpsstöðvum í heiminum að vera með alla leikina í beinni,“ sagði Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri 365.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×