Innlent

Bert og Ernie koma út úr skápnum

Forsíðan umtalaða.
Forsíðan umtalaða. MYND/THE NEW YORKER
Teiknimyndapersónurnar góðkunnu frá Sesamstræti, Bert og Ernie, prýða nýjustu forsíðu The New Yorker. Þar eru þeir sagðir fagna auknum réttindum samkynhneigðra í Bandaríkjunum.

Fyrirsögn greinarinnar er „Bert and Ernie's Moment Of Joy“, eða gleðistund Berts og Ernies. Á myndinni sést Ernie halla sér upp að Bert, sem heldur innilega utan um hann.

Löngum hefur verið uppi orðrómur um að samband þeirra félaga sé af kynferðislegum toga, en árið 2011 neitaði talsmaður teiknimyndaþáttanna fyrir það. „Bert og Ernie eiga ekki í kynferðilsegu sambandi, þeir eru bara vinir,“ var haft eftir honum.

Myndin hefur vakið mikla athygli, en vefsíðan Slate.com sagði í grein að fólk ætti ekki að ganga út frá því að vinir sem byggju saman væru par.

„Þetta er sæt mynd, allir elska Bert og Ernie. En þetta er ekki rétta leiðin til að fagna þessum stóra sigri fyrir samkynhneigð pör,“ segir á vefsíðunni.

Þetta kemur fram á vefsíðu Herald Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×