Listamannalaun í áskrift Lára Óskarsdóttir skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Vörður Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur staðið fyrir fundaherferð í Valhöll í haust. Þar stíga í pontu sérfræðingar um ákveðin málefni með það að markmiði að fræða áhugasama um sín sérsvið. Hinn 10. október síðastliðinn var umfjöllunarefnið menningarmál. Framsögumenn á fundinum voru Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við LHÍ, og Pjetur Stefánsson listamaður. Eftir þeirra ágætu framsögu áttu sér stað líflegar umræður, m.a. um listamannalaun. Þar sem mér er málið hugleikið á vissan hátt fannst mér áhugavert að heyra álit manna sem þekkja vel til. Þannig vill til að faðir minn, fæddur 1924, var talinn efnilegur listamaður á sínum yngri árum. Hann valdi að stofna fjölskyldu og kom ekki til greina að leggja það á fjölskylduna að búa við svo bág kjör sem listamenn lifðu við á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Það hefur setið í mér að faðir minn, sem er látinn, hafi ekki látið drauminn rætast og fannst því áhugavert að heyra þá Guðmund Odd og Pjetur tjá sig um listamannalaun. Þeir voru nokkuð samtaka í svörum sínum um að listamannalaun væru sjálfsögð en settu báðir spurningu við aðferðina sem notuð er við úthlutun. Það kom fram í máli þeirra að aðferðin skapar hættu á spillingu sé málið í höndum tengdra aðila. Sú skoðun kom einnig fram að listamannalaun ættu frekar að tryggja nýliðum rými til að fóta sig í sköpun sinni en að verða eins konar áskriftargjörningur til þroskaðra listamanna. Einnig kom fram að meira réttlæti væri í því að tengja umsóknir verkefnum eða sýn, eins og Guðmundur Oddur orðaði það, frekar en nöfnum listamanna. Það er mikilvægt að styðja við menningu og listir en það er hægt með öðrum leiðum en að greiða út listamannalaun í því formi sem gert er í dag. Með því að steypa saman einkafjármagni við fjármagn frá ríki og borg mætti stofna óháðan úthlutunarsjóð. Mikilvægt væri í slíku fyrirkomulagi að skipa úthlutunarnefnd sem tengdist ekki listamönnunum sem fengju úthlutun. Einnig mætti fara aðrar leiðir, s.s. að greiða frekar af húsnæði eða annan fastan kostnað eins og rafmagn og hita. Menning og listir eru hornsteinar samfélagins eins og móðurmálið og má aldrei líta á þessa þætti sem kostnað. „Að vera gift listamanni er eins og að vera gift happdrættismiða,“ eru eftirminnileg orð sem Guðmundur Oddur hafði eftir eiginkonu listamanns. Þennan happdrættismiða kaus pabbi minn ekki að kaupa og er ég honum þakklát fyrir. Jafnframt er ég sorgmædd yfir að hann náði ekki að verða hluti af arfinum en verkin hans bera vitni um að hann hafði hæfni til. Okkur ber skylda til að hlúa að upprennandi listamönnum. Við vitum aldrei hverjir þeirra verða hluti af dýrmætum menningararfi okkar í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Vörður Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur staðið fyrir fundaherferð í Valhöll í haust. Þar stíga í pontu sérfræðingar um ákveðin málefni með það að markmiði að fræða áhugasama um sín sérsvið. Hinn 10. október síðastliðinn var umfjöllunarefnið menningarmál. Framsögumenn á fundinum voru Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við LHÍ, og Pjetur Stefánsson listamaður. Eftir þeirra ágætu framsögu áttu sér stað líflegar umræður, m.a. um listamannalaun. Þar sem mér er málið hugleikið á vissan hátt fannst mér áhugavert að heyra álit manna sem þekkja vel til. Þannig vill til að faðir minn, fæddur 1924, var talinn efnilegur listamaður á sínum yngri árum. Hann valdi að stofna fjölskyldu og kom ekki til greina að leggja það á fjölskylduna að búa við svo bág kjör sem listamenn lifðu við á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Það hefur setið í mér að faðir minn, sem er látinn, hafi ekki látið drauminn rætast og fannst því áhugavert að heyra þá Guðmund Odd og Pjetur tjá sig um listamannalaun. Þeir voru nokkuð samtaka í svörum sínum um að listamannalaun væru sjálfsögð en settu báðir spurningu við aðferðina sem notuð er við úthlutun. Það kom fram í máli þeirra að aðferðin skapar hættu á spillingu sé málið í höndum tengdra aðila. Sú skoðun kom einnig fram að listamannalaun ættu frekar að tryggja nýliðum rými til að fóta sig í sköpun sinni en að verða eins konar áskriftargjörningur til þroskaðra listamanna. Einnig kom fram að meira réttlæti væri í því að tengja umsóknir verkefnum eða sýn, eins og Guðmundur Oddur orðaði það, frekar en nöfnum listamanna. Það er mikilvægt að styðja við menningu og listir en það er hægt með öðrum leiðum en að greiða út listamannalaun í því formi sem gert er í dag. Með því að steypa saman einkafjármagni við fjármagn frá ríki og borg mætti stofna óháðan úthlutunarsjóð. Mikilvægt væri í slíku fyrirkomulagi að skipa úthlutunarnefnd sem tengdist ekki listamönnunum sem fengju úthlutun. Einnig mætti fara aðrar leiðir, s.s. að greiða frekar af húsnæði eða annan fastan kostnað eins og rafmagn og hita. Menning og listir eru hornsteinar samfélagins eins og móðurmálið og má aldrei líta á þessa þætti sem kostnað. „Að vera gift listamanni er eins og að vera gift happdrættismiða,“ eru eftirminnileg orð sem Guðmundur Oddur hafði eftir eiginkonu listamanns. Þennan happdrættismiða kaus pabbi minn ekki að kaupa og er ég honum þakklát fyrir. Jafnframt er ég sorgmædd yfir að hann náði ekki að verða hluti af arfinum en verkin hans bera vitni um að hann hafði hæfni til. Okkur ber skylda til að hlúa að upprennandi listamönnum. Við vitum aldrei hverjir þeirra verða hluti af dýrmætum menningararfi okkar í framtíðinni.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun