Nýsköpun hjá opinberum stofnunum vekur athygli erlendis Ásta Möller og Pétur Berg Matthíasson og Anna Guðrún Björnsdóttir skrifa 7. nóvember 2013 06:00 Í fljótu bragði er erfitt að koma auga á hvað embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra eiga sameiginlegt. Jú, verkefnin Lögreglan á samfélagsmiðlum og Sign Wiki sem þessar stofnanir hafa þróað og hrint úr vör hafa hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberum rekstri. Þau eru meðal 15 verkefna í úrslitum til Evrópskra nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri (European Public Sector Award 2013) sem afhent verða í lok nóvember. Alls voru 230 verkefni tilnefnd til verðlaunanna frá 26 ríkjum og stofnunum ESB, svo árangur Íslands er eftirtektarverður. Til viðbótar má nefna að verkefnið Librodigital frá Hljóðbókasafni Íslands hefur þegar verið valið meðal 47 verkefna sem fengu sérstaka viðurkenningu sem framúrskarandi verkefni í keppninni. Þessi þrjú verkefni höfðu áður fengið verðlaun og viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi 2011 og 2012, en að því framtaki standa fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís.Barnahús varð útflutningsvara Nýsköpun í opinberri þjónustu á Íslandi er hvorki ný af nálinni né stundarfyrirbrigði. Hægt er að nefna mörg dæmi, en hér er kosið að nefna stofnun Barnahúss 1998, þar sem börn sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi eiga skjól. Stofnun Barnahúss fól í sér nýja hugsun og nýja nálgun á hvernig eigi að leysa krefjandi verkefni með betri hætti og með virðingu fyrir þeim sem minna mega sín. Þessi nýsköpun hefur orðið útflutningsvara, en barnahús hafa verið opnuð á öllum Norðurlöndum og í nokkrum öðrum löndum Evrópu að íslenskri fyrirmynd. Hugmyndafræði Barnahúss hefur jafnframt haft áhrif á alþjóðasáttmála um verndun barna.Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu Þrátt fyrir eða jafnvel í einhverjum tilvikum vegna efnahagsþrenginga síðustu ára er mikill kraftur hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga að leita nýrra lausna. Starfsmenn opinberra stofnana eru vel menntaðir og metnaðarfullir, með víðtæka þekkingu og yfirsýn. Rannsóknir sýna að þeir stunda nýsköpun í töluverðum mæli og standa jafnvel kollegum sínum annars staðar á Norðurlöndunum framar. Fjölmargar lausnir sem þróaðar hafa verið hjá opinberum stofnunum hér á landi eru framúrskarandi og til eftirbreytni. Nú er verið að auglýsa eftir tilnefningum til verðlauna fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu sem veitt verða í þriðja sinn á ráðstefnu sem haldin verður 24. janúar 2014. Á síðustu tveimur árum hafa um 100 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlauna. Lýsingu á þeim má finna á vefnum www.nyskopunarvefur.is. Frestur til að skila tilnefningum er til 8. nóvember nk. Ríkisstofnanir og sveitarfélög eru hvött til að senda inn tilnefningar. Það þarf að vekja athygli á nýsköpun hjá hinu opinbera á Íslandi. Það er hvatning og lærdómur fyrir aðra opinbera aðila og íbúar landsins þurfa að fá að vita um það sem vel er gert í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í fljótu bragði er erfitt að koma auga á hvað embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra eiga sameiginlegt. Jú, verkefnin Lögreglan á samfélagsmiðlum og Sign Wiki sem þessar stofnanir hafa þróað og hrint úr vör hafa hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberum rekstri. Þau eru meðal 15 verkefna í úrslitum til Evrópskra nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri (European Public Sector Award 2013) sem afhent verða í lok nóvember. Alls voru 230 verkefni tilnefnd til verðlaunanna frá 26 ríkjum og stofnunum ESB, svo árangur Íslands er eftirtektarverður. Til viðbótar má nefna að verkefnið Librodigital frá Hljóðbókasafni Íslands hefur þegar verið valið meðal 47 verkefna sem fengu sérstaka viðurkenningu sem framúrskarandi verkefni í keppninni. Þessi þrjú verkefni höfðu áður fengið verðlaun og viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi 2011 og 2012, en að því framtaki standa fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís.Barnahús varð útflutningsvara Nýsköpun í opinberri þjónustu á Íslandi er hvorki ný af nálinni né stundarfyrirbrigði. Hægt er að nefna mörg dæmi, en hér er kosið að nefna stofnun Barnahúss 1998, þar sem börn sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi eiga skjól. Stofnun Barnahúss fól í sér nýja hugsun og nýja nálgun á hvernig eigi að leysa krefjandi verkefni með betri hætti og með virðingu fyrir þeim sem minna mega sín. Þessi nýsköpun hefur orðið útflutningsvara, en barnahús hafa verið opnuð á öllum Norðurlöndum og í nokkrum öðrum löndum Evrópu að íslenskri fyrirmynd. Hugmyndafræði Barnahúss hefur jafnframt haft áhrif á alþjóðasáttmála um verndun barna.Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu Þrátt fyrir eða jafnvel í einhverjum tilvikum vegna efnahagsþrenginga síðustu ára er mikill kraftur hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga að leita nýrra lausna. Starfsmenn opinberra stofnana eru vel menntaðir og metnaðarfullir, með víðtæka þekkingu og yfirsýn. Rannsóknir sýna að þeir stunda nýsköpun í töluverðum mæli og standa jafnvel kollegum sínum annars staðar á Norðurlöndunum framar. Fjölmargar lausnir sem þróaðar hafa verið hjá opinberum stofnunum hér á landi eru framúrskarandi og til eftirbreytni. Nú er verið að auglýsa eftir tilnefningum til verðlauna fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu sem veitt verða í þriðja sinn á ráðstefnu sem haldin verður 24. janúar 2014. Á síðustu tveimur árum hafa um 100 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlauna. Lýsingu á þeim má finna á vefnum www.nyskopunarvefur.is. Frestur til að skila tilnefningum er til 8. nóvember nk. Ríkisstofnanir og sveitarfélög eru hvött til að senda inn tilnefningar. Það þarf að vekja athygli á nýsköpun hjá hinu opinbera á Íslandi. Það er hvatning og lærdómur fyrir aðra opinbera aðila og íbúar landsins þurfa að fá að vita um það sem vel er gert í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun