Nýsköpun hjá opinberum stofnunum vekur athygli erlendis Ásta Möller og Pétur Berg Matthíasson og Anna Guðrún Björnsdóttir skrifa 7. nóvember 2013 06:00 Í fljótu bragði er erfitt að koma auga á hvað embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra eiga sameiginlegt. Jú, verkefnin Lögreglan á samfélagsmiðlum og Sign Wiki sem þessar stofnanir hafa þróað og hrint úr vör hafa hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberum rekstri. Þau eru meðal 15 verkefna í úrslitum til Evrópskra nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri (European Public Sector Award 2013) sem afhent verða í lok nóvember. Alls voru 230 verkefni tilnefnd til verðlaunanna frá 26 ríkjum og stofnunum ESB, svo árangur Íslands er eftirtektarverður. Til viðbótar má nefna að verkefnið Librodigital frá Hljóðbókasafni Íslands hefur þegar verið valið meðal 47 verkefna sem fengu sérstaka viðurkenningu sem framúrskarandi verkefni í keppninni. Þessi þrjú verkefni höfðu áður fengið verðlaun og viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi 2011 og 2012, en að því framtaki standa fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís.Barnahús varð útflutningsvara Nýsköpun í opinberri þjónustu á Íslandi er hvorki ný af nálinni né stundarfyrirbrigði. Hægt er að nefna mörg dæmi, en hér er kosið að nefna stofnun Barnahúss 1998, þar sem börn sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi eiga skjól. Stofnun Barnahúss fól í sér nýja hugsun og nýja nálgun á hvernig eigi að leysa krefjandi verkefni með betri hætti og með virðingu fyrir þeim sem minna mega sín. Þessi nýsköpun hefur orðið útflutningsvara, en barnahús hafa verið opnuð á öllum Norðurlöndum og í nokkrum öðrum löndum Evrópu að íslenskri fyrirmynd. Hugmyndafræði Barnahúss hefur jafnframt haft áhrif á alþjóðasáttmála um verndun barna.Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu Þrátt fyrir eða jafnvel í einhverjum tilvikum vegna efnahagsþrenginga síðustu ára er mikill kraftur hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga að leita nýrra lausna. Starfsmenn opinberra stofnana eru vel menntaðir og metnaðarfullir, með víðtæka þekkingu og yfirsýn. Rannsóknir sýna að þeir stunda nýsköpun í töluverðum mæli og standa jafnvel kollegum sínum annars staðar á Norðurlöndunum framar. Fjölmargar lausnir sem þróaðar hafa verið hjá opinberum stofnunum hér á landi eru framúrskarandi og til eftirbreytni. Nú er verið að auglýsa eftir tilnefningum til verðlauna fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu sem veitt verða í þriðja sinn á ráðstefnu sem haldin verður 24. janúar 2014. Á síðustu tveimur árum hafa um 100 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlauna. Lýsingu á þeim má finna á vefnum www.nyskopunarvefur.is. Frestur til að skila tilnefningum er til 8. nóvember nk. Ríkisstofnanir og sveitarfélög eru hvött til að senda inn tilnefningar. Það þarf að vekja athygli á nýsköpun hjá hinu opinbera á Íslandi. Það er hvatning og lærdómur fyrir aðra opinbera aðila og íbúar landsins þurfa að fá að vita um það sem vel er gert í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í fljótu bragði er erfitt að koma auga á hvað embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra eiga sameiginlegt. Jú, verkefnin Lögreglan á samfélagsmiðlum og Sign Wiki sem þessar stofnanir hafa þróað og hrint úr vör hafa hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberum rekstri. Þau eru meðal 15 verkefna í úrslitum til Evrópskra nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri (European Public Sector Award 2013) sem afhent verða í lok nóvember. Alls voru 230 verkefni tilnefnd til verðlaunanna frá 26 ríkjum og stofnunum ESB, svo árangur Íslands er eftirtektarverður. Til viðbótar má nefna að verkefnið Librodigital frá Hljóðbókasafni Íslands hefur þegar verið valið meðal 47 verkefna sem fengu sérstaka viðurkenningu sem framúrskarandi verkefni í keppninni. Þessi þrjú verkefni höfðu áður fengið verðlaun og viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi 2011 og 2012, en að því framtaki standa fjármála- og efnahagsráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannís.Barnahús varð útflutningsvara Nýsköpun í opinberri þjónustu á Íslandi er hvorki ný af nálinni né stundarfyrirbrigði. Hægt er að nefna mörg dæmi, en hér er kosið að nefna stofnun Barnahúss 1998, þar sem börn sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi eiga skjól. Stofnun Barnahúss fól í sér nýja hugsun og nýja nálgun á hvernig eigi að leysa krefjandi verkefni með betri hætti og með virðingu fyrir þeim sem minna mega sín. Þessi nýsköpun hefur orðið útflutningsvara, en barnahús hafa verið opnuð á öllum Norðurlöndum og í nokkrum öðrum löndum Evrópu að íslenskri fyrirmynd. Hugmyndafræði Barnahúss hefur jafnframt haft áhrif á alþjóðasáttmála um verndun barna.Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu Þrátt fyrir eða jafnvel í einhverjum tilvikum vegna efnahagsþrenginga síðustu ára er mikill kraftur hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga að leita nýrra lausna. Starfsmenn opinberra stofnana eru vel menntaðir og metnaðarfullir, með víðtæka þekkingu og yfirsýn. Rannsóknir sýna að þeir stunda nýsköpun í töluverðum mæli og standa jafnvel kollegum sínum annars staðar á Norðurlöndunum framar. Fjölmargar lausnir sem þróaðar hafa verið hjá opinberum stofnunum hér á landi eru framúrskarandi og til eftirbreytni. Nú er verið að auglýsa eftir tilnefningum til verðlauna fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu sem veitt verða í þriðja sinn á ráðstefnu sem haldin verður 24. janúar 2014. Á síðustu tveimur árum hafa um 100 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlauna. Lýsingu á þeim má finna á vefnum www.nyskopunarvefur.is. Frestur til að skila tilnefningum er til 8. nóvember nk. Ríkisstofnanir og sveitarfélög eru hvött til að senda inn tilnefningar. Það þarf að vekja athygli á nýsköpun hjá hinu opinbera á Íslandi. Það er hvatning og lærdómur fyrir aðra opinbera aðila og íbúar landsins þurfa að fá að vita um það sem vel er gert í opinberri þjónustu og stjórnsýslu.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun