Innlent

Vetur og sumar frusu saman

Búist er við éli fyrir norðan.
Búist er við éli fyrir norðan.
Vetur og sumar frusu saman í nótt, víðast hvar um landið. Mesta frost í byggð var á Brú á Jökuldal, mínus 7,4. Samkvæmt þjóðtrúnni boðar það gott sumar ef vetur og sumar frjósa saman.

Sumarið er þó ekki alveg komið. Búast má við ágætis veðri í dag en gera má ráð fyrir smá éljum fyrir norðan.

Á kosningadag má búast við vestlægri átt og rigningu sunnan- og vestanlands en slyddu inn til landsins, þurrt verður norðan og austurlands. Þá má búast við norðan hvassvirði, stormi og stórhríð norðanlands á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×