Innlent

Fyrsti íslenski dansarinn útskrifast úr Juilliard

Lilja Rúriksdóttir dansari.
Lilja Rúriksdóttir dansari.

Lilja Rúriksdóttir útskrifaðist í dag með BA gráðu úr hinum virta listaháskóla Juilliard í New York.

 

Listdansdeildin í skólanum er ein sú virtasta í heimi og eru aðeins tólf dansarar teknir inn ár hvert. Lilja fékk inngöngu í skólann árið 2009, fyrst íslenskra dansara. Samkvæmt vefsíðu The New York Times er útskriftarhópurinn í ár virkilega góður, en vefurinn fjallaði um útskriftarsýninguna fyrr í mánuðinum.

 

Lilja er fædd árið 1991 og hefur síðustu ár verið talin ein bjartasta von Íslands á sviði danslistar.  

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×