Innlent

Alþjóðleg rannsókn á SWIFT

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
Persónuvernd á Íslandi er í samstarfi við systurstofnanir sínar í Evrópu.
Persónuvernd á Íslandi er í samstarfi við systurstofnanir sínar í Evrópu.
 Persónuverndarstofnanir í Hollandi og Belgíu eru að vinna úttekt á alþjóðlega greiðslumiðlunarkerfinu SWIFT, í ljósi ábendinga um að erlendar leyniþjónustur, hugsanlega bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, kunni að hafa öðlast ólögmætan aðgang að kerfinu.

SWIFT eru samtök í eigu fjármálastofnana um heim allan. Samtökin reka samskiptakerfi sem er notað til að millifæra fjármagn með öruggum hætti. Á Íslandi er SWIFT-kerfið notað til að millifæra peninga á reikninga í erlendum bönkum.

Persónuvernd og systurstofnanir hennar í öðrum Evrópuríkjum eiga með sér náið samstarf, einkum um álitaefni sem varða vinnslu persónuupplýsinga í fleiri en einu ríki á Evrópska efnahagssvæðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×