Lífið

Ihanna selur í París

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar
Nýjasta heimilislína Ingibjargar Hönnu, púðarnir Dot og Loop, er komin í sölu í París. Púðarnir vöktu athygli útsendara einnar flottustu hönnunar og lífsstílsverslunar í borginni, Home Autour du Monde á sýningu nú í haust.mynd/gva
Nýjasta heimilislína Ingibjargar Hönnu, púðarnir Dot og Loop, er komin í sölu í París. Púðarnir vöktu athygli útsendara einnar flottustu hönnunar og lífsstílsverslunar í borginni, Home Autour du Monde á sýningu nú í haust.mynd/gva
Home Autour du Monde í París hefur tekið nýjustu hönnun Ingibjargar Hönnu Bjarnadóttur í sölu, púðana Dot og Loop.

Ég er rosalega glöð með þetta, Þetta er svo falleg búð,“ segir Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir en ein flottasta hönnunar og lífstílsverslunin í París, Home Autour du Monde hefur tekið í sölu, nýjustu heimilisvöru Ingibjargar, púðana Dot og Loop. 

Púðarnir vöktu athygli útsendara verslunarinnar á sýningunni Maison&Objet í París í haust en Ingibjörg kynnti vörur sínar þar.

Dot og Loop Nýju púðarnir fást hér á landi í Epal og Hrím, At Home á Akranesi og í Sirku á Akureyri.
„Hún vissi strax hvað hún vildi og benti bara á þær vörur, ég þurfti ekkert að selja henni þetta,“ segir Ingibjörg hress. 

Hún tók einnig þátt í sýningunni Blickfang í Kaupmannahöfn á þessu ári, þar sem púðarnir vöktu einnig athygli og voru meðal annars myndir af púðunum notaðar í kynningarefni sýningarinnar.

„Það var ótrúlega mikill heiður og gaman að sjá púðana á heilsíðuauglýsingu í tímaritinu RUM og á öllum dreifimiðum og bæklingum sýningarinnar.“

Ingibjörg Hanna hefur vakið athygli fyrir stílhreina hönnun en meðal vörulína eftir hana má nefna Wood/wood/wood-línuna sem inniheldur kaffikrúsir og kertastjaka úr beyki, sem hún hannaði ásamt Höllu Björk Kristjánsdóttur. Ingibjörg er einnig höfundurinn á bak við hið vinsæla herðatré Krumma og snagann Snigil svo eitthvað sé nefnt.

Púðarnir Dot og Loop eru sjálfstæð viðbót við Experience-línuna sem Ingibjörg sendi frá sér á síðasta ári og innihélt bæði púða og viskustykki.

„Ég leik mér áfram með línuteikningu og form í nýju púðunum líkt og ég gerði í Experience. Munstrið er í föstu formi sem síðan kemur einhver óregla á,“ útskýrir Ingibjörg. „Svo er von er á Experience-sængurverasettum frá mér í vor og eins langar mig til að búa til fleiri textílvörur í Dot og Loop-línunni.“

Nánar má forvitnast um hönnun Ingibjargar á www.ihanna.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.