Innlent

Fylgdu Of Monsters and Men í einn dag

Álfrún Pálsdóttir skrifar

"Við tökum oft nokkur dansspor til að koma okkur í gírinn áður en við stígum á svið," segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona Of Monsters and Men við fréttamann frá Billboard tímaritinu sem fylgi sveitinni eftir með tökumanni í einn dag.

Í myndskeiðinu sem birst hefur á You Tube er íslensku sveitinni fylgt eftir daginn sem þau koma fram á tónlistarhátíðinni Govenors Ball í New York nú í júní í grenjandi rigningu.

Hljómsveitin segir lífið á tónleikaferðalagi vera öðruvísi en skemmtilegt en þau hafa verið á miklu flakki um heiminn það sem af er ári.

Í lokin á myndbandinu má sjá sveitina stíga á svið við gríðarlegan fögnuð þúsunda áhorfenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×