Forgangsröðum á heillavænlegan hátt Karólína Stefánsdóttir skrifar 25. mars 2013 15:00 Á dögunum sendi samráðshópur Fjölskylduráðgjafar og Nýja barnsins á Heilsugæslustöðinni á Akureyri ákall til ráðamanna um að efna gefin heit og efla þjónustuna. Fjölskylduráðgjöfin hefur búið við allt of þröngan stakk í mörg ár og sætt niðurskurði eftir hrun, sem hefur bitnað illa á notendum þjónustunnar, foreldrum og börnum þeirra. Þetta er sérlega alvarlegt þegar það kemur niður á þeim verðandi og nýorðnum foreldrum sem eru að takast á við erfiða líðan eða þung áföll. Þar getur skortur á stuðningi haft afdrifarík áhrif á tengslamyndun við barnið og framtíðarheilsu þess og fjölskyldunnar. Á sama tíma heyrum við í fjölmiðlum áköll úr ýmsum áttum, frá einstaklingum, foreldrum, stofnunum og hjálparsamtökum um að leysa bráðavanda barna og fullorðinna með geðraskanir og efla forvarnir gegn ofbeldi, misnotkun og vanrækslu. Við viljum fylgja þessu ákalli samráðshópsins eftir og vekja athygli á hve brýnt það er að við, fagfólk, fjölmiðlar, stjórnvöld og fólk sem vill láta sig málið varða, eflum umræðuna og aukum skilning á samhengi þessa vanda og skoðum hvernig við markvisst getum eflt fjölskyldu- og geðvernd, samtímis því að við tökumst á við bráðavanda. "Engin einstök forvörn er jafn öflug og stuðningur við foreldra," segir Sæunn Kjartansdóttir í bók sinni Árin sem enginn man – Áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna. Höfundur segir á ljósan hátt frá nýlegri þekkingu og rannsóknum á áhrifum tilfinningatengsla á vöxt heilans og hve hin fyrstu tengsl hafa gríðarmikil áhrif á þroska okkar og framtíðarheilsu. Hún lýsir líka vel hvernig afneitun eða bæling innri sársauka veldur mestri hættu á að fólk komi illa fram við eða meiði aðra. Við tökum undir með henni að einmitt þess vegna "er góð tenging fólks við tilfinningar sínar öflugasta forvörn gegn ofbeldi og vanrækslu sem til er." Við vísum sérstaklega í þessa bók þar sem við teljum hana í senn gott innlegg í umræðuna og gagnlega foreldrum. Við sem vinnum með fjölskyldutengsl og forvarnir sjáum hve mikilvægt það er að fólk horfi á líf sitt í samhengi tengsla og sögu og læri að hlusta eftir innri styrk og vitund um mátt tengslanna, til að takast á við áföll, erfiðar tilfinningar og ótta. Þannig getum við saman byggt upp heilbrigð tengsl og betri framtíðarsögu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum sendi samráðshópur Fjölskylduráðgjafar og Nýja barnsins á Heilsugæslustöðinni á Akureyri ákall til ráðamanna um að efna gefin heit og efla þjónustuna. Fjölskylduráðgjöfin hefur búið við allt of þröngan stakk í mörg ár og sætt niðurskurði eftir hrun, sem hefur bitnað illa á notendum þjónustunnar, foreldrum og börnum þeirra. Þetta er sérlega alvarlegt þegar það kemur niður á þeim verðandi og nýorðnum foreldrum sem eru að takast á við erfiða líðan eða þung áföll. Þar getur skortur á stuðningi haft afdrifarík áhrif á tengslamyndun við barnið og framtíðarheilsu þess og fjölskyldunnar. Á sama tíma heyrum við í fjölmiðlum áköll úr ýmsum áttum, frá einstaklingum, foreldrum, stofnunum og hjálparsamtökum um að leysa bráðavanda barna og fullorðinna með geðraskanir og efla forvarnir gegn ofbeldi, misnotkun og vanrækslu. Við viljum fylgja þessu ákalli samráðshópsins eftir og vekja athygli á hve brýnt það er að við, fagfólk, fjölmiðlar, stjórnvöld og fólk sem vill láta sig málið varða, eflum umræðuna og aukum skilning á samhengi þessa vanda og skoðum hvernig við markvisst getum eflt fjölskyldu- og geðvernd, samtímis því að við tökumst á við bráðavanda. "Engin einstök forvörn er jafn öflug og stuðningur við foreldra," segir Sæunn Kjartansdóttir í bók sinni Árin sem enginn man – Áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna. Höfundur segir á ljósan hátt frá nýlegri þekkingu og rannsóknum á áhrifum tilfinningatengsla á vöxt heilans og hve hin fyrstu tengsl hafa gríðarmikil áhrif á þroska okkar og framtíðarheilsu. Hún lýsir líka vel hvernig afneitun eða bæling innri sársauka veldur mestri hættu á að fólk komi illa fram við eða meiði aðra. Við tökum undir með henni að einmitt þess vegna "er góð tenging fólks við tilfinningar sínar öflugasta forvörn gegn ofbeldi og vanrækslu sem til er." Við vísum sérstaklega í þessa bók þar sem við teljum hana í senn gott innlegg í umræðuna og gagnlega foreldrum. Við sem vinnum með fjölskyldutengsl og forvarnir sjáum hve mikilvægt það er að fólk horfi á líf sitt í samhengi tengsla og sögu og læri að hlusta eftir innri styrk og vitund um mátt tengslanna, til að takast á við áföll, erfiðar tilfinningar og ótta. Þannig getum við saman byggt upp heilbrigð tengsl og betri framtíðarsögu.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar