Samhjálp í 40 ár – til hjálpar í eyðimörk alkóhólismans Karl V. Matthíasson skrifar 25. mars 2013 06:00 Þó að Samhjálp hafi starfað í 40 ár og aðrir bæst í hópinn með kröftugum hætti er greinilegt að þörfin fyrir hjálp og aðstoð við alkóhólista fer síst minnkandi. Á hverjum degi eru mörg hundruð manns í beinum úrræðum vegna alkóhólisma í okkar fámenna landi. Hér er ég að tala um úrræði Samhjálpar, SÁÁ, Krýsuvíkursamtakanna og 33a, ásamt áfangaheimilum sem rekin eru af Samhjálp, SÁÁ, Reykjavíkurborg og á vegum annarra samtaka og einstaklinga. Ef við bætum að auki við öllu því fólki sem fer í dag í einhvers konar viðtöl og stuðning með reglulegum hætti vegna afleiðinga sjúkdómsins má ljóst vera að fjöldinn skiptir enn fleiri hundruðum. Þá getum við einnig bætt við langflestum þeirra sem nú eru í fangelsi, en ástæðu fangadvalar fjölda fanga má rekja til alkóhólisma. Þeir sem ekki eru alkóhólistar en þjást vegna þess að áfengi og önnur vímuefni eru í nánasta umhverfi þeirra eru gríðarlega margir. Svo getum við rakið margs kyns sjúkdóma, slys, óhöpp, annan óskunda og jafnvel fjölskylduharmleiki til áfengis eða annarrar vímuefnaneyslu. Sjúkt sálarástand í kjölfar áfengis og annarrar vímuefnaneyslu er einnig ástæða heimilisofbeldis í mjög mörgum tilvikum.Ótrúlegur kostnaður Það er alveg ljóst að áfengi og önnur vímuefni valda miklum þjáningum um allt samfélagið með ótrúlegum kostnaði. Fyrir um það bil einni öld var þjóðin spurð að því í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort áfengi skyldi vera lögleg neysluvara hér eður ei. Og þjóðin sagði nei – áfengi skal bannað. Og við getum spurt: Hvernig stendur á því að ein þjóð ákveður í einni þjóðaratkvæðagreiðslu að banna áfengi? Hvað hefur eiginlega gengið á til þess að svona bann yrði samþykkt? Svarið er náttúrulega augljóst: Áfengi hefur valdið miklum þjáningum og dauða. Bannárin stóðu ekki lengi yfir en ljóst er að á þeim tíma sem bannið var í gildi má segja að fátækrahjálpin hafi þurft að deila út miklu, miklu minna fé en áður og lögreglan hafði eiginlega mjög lítið að gera, jafnvel svo lítið að fangelsi voru um tíma notuð sem vörugeymslur. En nú er öldin önnur. Í hverri einustu viku heyrum við og lesum um endalausar þjáningar, hörmungar karla, kvenna og barna sem brotna niður vegna þessa vá- og voðagests sem áfengi og önnur vímuefni eru. Samhjálp hefur þá hugsjón að rétta því fólki hjálparhönd sem orðið hefur fyrir barðinu á alkóhólismanum og hefur hún unnið að því í 40 ár. Þjóðin fagnar með Samhjálp á þessu mikilvæga afmælisári því þúsundir hafa beint og óbeint notið hjálpar og stuðnings Samhjálparstarfsins sem eflist með degi hverjum. Ekkert er gleðilegra en að komast út úr skuggalífi hinnar myrku neyslu og sjá fólk sem eitt sinn lifði í sorg sjúkdómsins, eymd og volæði verða að fólki sem eignast hamingjusamt og gleðiríkt líf. Að því mun Samhjálp halda áfram að vinna með kærleikann að leiðarljósi um ókomin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þó að Samhjálp hafi starfað í 40 ár og aðrir bæst í hópinn með kröftugum hætti er greinilegt að þörfin fyrir hjálp og aðstoð við alkóhólista fer síst minnkandi. Á hverjum degi eru mörg hundruð manns í beinum úrræðum vegna alkóhólisma í okkar fámenna landi. Hér er ég að tala um úrræði Samhjálpar, SÁÁ, Krýsuvíkursamtakanna og 33a, ásamt áfangaheimilum sem rekin eru af Samhjálp, SÁÁ, Reykjavíkurborg og á vegum annarra samtaka og einstaklinga. Ef við bætum að auki við öllu því fólki sem fer í dag í einhvers konar viðtöl og stuðning með reglulegum hætti vegna afleiðinga sjúkdómsins má ljóst vera að fjöldinn skiptir enn fleiri hundruðum. Þá getum við einnig bætt við langflestum þeirra sem nú eru í fangelsi, en ástæðu fangadvalar fjölda fanga má rekja til alkóhólisma. Þeir sem ekki eru alkóhólistar en þjást vegna þess að áfengi og önnur vímuefni eru í nánasta umhverfi þeirra eru gríðarlega margir. Svo getum við rakið margs kyns sjúkdóma, slys, óhöpp, annan óskunda og jafnvel fjölskylduharmleiki til áfengis eða annarrar vímuefnaneyslu. Sjúkt sálarástand í kjölfar áfengis og annarrar vímuefnaneyslu er einnig ástæða heimilisofbeldis í mjög mörgum tilvikum.Ótrúlegur kostnaður Það er alveg ljóst að áfengi og önnur vímuefni valda miklum þjáningum um allt samfélagið með ótrúlegum kostnaði. Fyrir um það bil einni öld var þjóðin spurð að því í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort áfengi skyldi vera lögleg neysluvara hér eður ei. Og þjóðin sagði nei – áfengi skal bannað. Og við getum spurt: Hvernig stendur á því að ein þjóð ákveður í einni þjóðaratkvæðagreiðslu að banna áfengi? Hvað hefur eiginlega gengið á til þess að svona bann yrði samþykkt? Svarið er náttúrulega augljóst: Áfengi hefur valdið miklum þjáningum og dauða. Bannárin stóðu ekki lengi yfir en ljóst er að á þeim tíma sem bannið var í gildi má segja að fátækrahjálpin hafi þurft að deila út miklu, miklu minna fé en áður og lögreglan hafði eiginlega mjög lítið að gera, jafnvel svo lítið að fangelsi voru um tíma notuð sem vörugeymslur. En nú er öldin önnur. Í hverri einustu viku heyrum við og lesum um endalausar þjáningar, hörmungar karla, kvenna og barna sem brotna niður vegna þessa vá- og voðagests sem áfengi og önnur vímuefni eru. Samhjálp hefur þá hugsjón að rétta því fólki hjálparhönd sem orðið hefur fyrir barðinu á alkóhólismanum og hefur hún unnið að því í 40 ár. Þjóðin fagnar með Samhjálp á þessu mikilvæga afmælisári því þúsundir hafa beint og óbeint notið hjálpar og stuðnings Samhjálparstarfsins sem eflist með degi hverjum. Ekkert er gleðilegra en að komast út úr skuggalífi hinnar myrku neyslu og sjá fólk sem eitt sinn lifði í sorg sjúkdómsins, eymd og volæði verða að fólki sem eignast hamingjusamt og gleðiríkt líf. Að því mun Samhjálp halda áfram að vinna með kærleikann að leiðarljósi um ókomin ár.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun