Innlent

Óvíst hvort allt tjón fæst bætt

Brjánn Jónasson skrifar
Margir bændur urðu fyrir tjóni vegna kals og óvenjulegrar veðráttu síðasta vetur.
Margir bændur urðu fyrir tjóni vegna kals og óvenjulegrar veðráttu síðasta vetur. Fréttablaðið/Pjetur
Bændum sem urðu fyrir tjóni af völdum kals og óvenjulegrar veðráttu síðasta vetur verður bætt tjónið, en óvíst er hvort allt tjón fæst bætt, segir Árni Snæbjörnsson, framkvæmdastjóri Bjargráðasjóðs.

Bændur sem urðu fyrir tjóni þurfa að sækja um bætur fyrir lok nóvember. Árni segir ekki ljóst á þessari stundu hversu há upphæð renni til bænda vegna tjónsins. Það komi ekki fyllilega í ljós fyrr en í byrjun desember.

Dugi upphæðin sem eyrnamerkt er tjóninu ekki skerðast bætur til allra hlutfallslega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×