

Menntun og Leiðarvísar í íslensku atvinnulífi
Bent er á þörf fyrir tæknimenntun til að styrkja vinnumarkað, auk þess að minna á mikilvægi þess að menntakerfið taki í auknum mæli mið af þörfum atvinnulífsins, svo stuðla megi að öflugri uppbyggingu og langtímaáætlanagerð.
Undanfarin ár hafa aðgerðir í vinnumarkaðsmálum öðru fremur einkennst af viðbrögðum við neyð sem kom til vegna hrunsins og alvarlegra áhrifa þess á hluta vinnumarkaðarins.
Meðal þessara viðbragða var opnun menntatækifæra, eins og sjá má í átaksverkefnum á borð við Nám er vinnandi vegur sem velferðarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Vinnumálastofnun hafa haft forgöngu um ásamt aðilum vinnumarkaðar.
Allt ber þetta að sama brunni, að stærri hluti íslensks vinnumarkaðar muni búa yfir langskólamenntun, iðn- og tæknimenntun á komandi árum.
Menntun og atvinnuleysi
Atvinnuleysi háskólamenntaðra hefur ekki verið í brennidepli á Íslandi, meðal annars á þeim rökum að tíðni atvinnuleysis er minni eftir því sem menntun er meiri. Tölur um atvinnuleysi segja þó ekki alla söguna þegar þörf fyrir störf sem krefjast háskólamenntunar er annars vegar. Samkvæmt skýrslu OECD „Education at a glance“ (2010) voru árið 2007 21% 25-29 ára íslenskra kvenna og 11% karla sem höfðu lokið háskólamenntun í störfum sem ekki krefjast háskólamenntunar, t.d. í skrifstofu- eða þjónustustörfum. Áhugavert verður að sjá þróun þessarar tölfræði eftir því sem háskólamenntuðum á vinnumarkaði fjölgar.
Menntun veitir forskot þegar sótt er um starf, hvort sem starfið krefst menntunar eður ei. Ef ekki er hugað að uppbyggingu starfa fyrir langskólagengna, er því hætt við að starfstækifæri þeirra sem ekki hafa menntun verði færri.
Leiðarvísar
Í nágrannalöndum okkar er farið að bera talsvert á því að nýútskrifað fólk úr háskólum fær ekki starf við hæfi innanlands og leitar því út fyrir landsteinana. Þetta á ekki hvað síst við um hinn alþjóðlega hluta atvinnulífsins, sem ekki er bundinn af landamærum eða staðbundnum náttúrulegum auðlindum.
Í Danmörku hefur á undanförnum árum verið unnið að eflingu atvinnulífsins fyrir ungt háskólamenntað fólk undir formerkjum þess að tengja saman hefðbundnar atvinnugreinar og nýja þekkingu. Dönsk stjórnvöld hafa veitt litlum og meðalstórum fyrirtækjum styrki til að ráða til sín starfsfólk með menntun á grundvelli áætlana um útvíkkun og þróun starfseminnar. Verkefni þetta gengur undir nafninu Videnpiloterne (hér þýtt sem „Leiðarvísarnir“) og upplýsingar um það má meðal annars finna á vef danska menntamálaráðuneytisins.
Verkefnið var afmarkað í tíma, en hefur verið endurtekið og þróað með góðum árangri. Athygli hefur vakið að þekking sú sem nýst hefur til að breikka grundvöll hefðbundinna fyrirtækja svo sem í iðnaði, hefur ekki bara verið af raunvísindalegum, markaðs- eða hagfræðilegum toga, heldur hafa hugvísindi og heimspeki meðal annars komið sterkt inn.
Leiðarvísar í íslensku atvinnulífi
Hérlendis eru þegar til dæmi um nýtingu nýrrar þekkingar í hefðbundnum greinum, t.d. hvað varðar vinnslu hönnunar-, lækninga- og húðvara úr fiskafurðum. Eins eru þekktir svokallaðir klasar, t.d. á sviði sjávarútvegs og jarðvarma, þar sem fólk og fyrirtæki með ólíkan bakgrunn kemur saman til að skapa ný sóknarfæri. Vaxandi fyrirtæki með alþjóðlega skírskotun geta þannig byggt styrk sinn jafnt á reynslu rótgróinnar atvinnustarfsemi, nýrrar þekkingar og skapandi frumkvæðis.
Ísland hefur sett sér það markmið að auka hlutdeild menntunar á vinnumarkaði. Fjöldi verkefna til að efla þekkingu vinnandi fólks stefnir að því marki. Fyrr en síðar þarf að fara að huga að því að hvetja til þess að störfum fyrir háskólamenntaða verði fjölgað með markvissum hætti.
Slík uppbygging mun jafnframt gera íslensku atvinnulífi kleift að nýta sóknartækifæri á sviði alþjóðlegrar starfsemi og nýtingar þeirrar mikilvægu auðlindar sem við eigum og ekki er bundin við landamæri, sem er ungt vel menntað fólk.
Skoðun

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar