Skaðleg áhrif niðurskurðar? Eygló Ingadóttir og formaður hjúkrunarráðs á Landspítala skrifa 7. mars 2013 06:00 Nýlega sögðu bæði velferðarráðherra og landlæknir að engin gögn sýndu fram á að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefði skert öryggi sjúklinga. Nokkrir starfsmenn spítalans hafa aftur á móti ítrekað sagt í fjölmiðlum að við séum komin fram á bjargbrún í heilbrigðiskerfinu og jafnvel lengra. Þegar afleiðingar niðurskurðar fara að sjást í gögnum þá er það vegna þess að lífi og heilsu fólks hefur verið stefnt í voða. Það þarf að hafa gerst mörgum sinnum til þess að koma fram í marktækum tölulegum upplýsingum. Þess vegna þurfa heilbrigðisyfirvöld að leggja við hlustir þegar hver heilbrigðisstarfsmaðurinn á fætur öðrum varar við ástandinu. Þið verðið að trúa okkur og bregðast við áður en það er um seinan.Skaðlegur niðurskurður Ég vil benda á nokkur dæmi um skaðleg áhrif niðurskurðar á Landspítala. -Fárveikir sjúklingar liggja á göngum þar sem erfitt er að hvílast og ná bata. -Sjúklingar eru færðir fram og til baka um spítalann. Oft er ekki pláss á þeim deildum þar sem sérþekking á viðkomandi sjúkdómi er til staðar. Fyrir vikið verður meðferðin ekki eins markviss. -Hvíldartími heilbrigðisstarfsmanna er ekki virtur og margir neyðast til að vinna lengur en þeir vilja eða geta. Oft eru þeir með umsjón yfir fleiri sjúklingum en þeir ráða við. Þreyttir og yfirkeyrðir starfsmenn eru líklegri til að gera mistök. -Sjúklingar eru útskrifaðir eins fljótt og hægt er, stundum of fljótt. -Mikil ólga er meðal heilbrigðisstarfsmanna vegna álags og kjaramála. Það leiðir til þess að við missum fært fagfólk frá spítalanum. -Tækjabúnaður er gamall og úr sér genginn. Fresta þarf rannsóknum og aðgerðum af þeim sökum. -Biðlistar hafa lengst. Afleiðingar þess geta verið alvarlegar. Við megum ekki bíða eftir að dánartíðni aukist, biðlistar lengist úr hófi fram eða hvað eina sem mælir virkni heilbrigðiskerfisins. Of mikið hefur verið hagrætt á Landspítala og langlundargeð starfsmanna er á þrotum. Það mun kosta tíma og peninga að byggja aftur upp þjónustuna og snúa þessari óheillaþróun við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega sögðu bæði velferðarráðherra og landlæknir að engin gögn sýndu fram á að niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefði skert öryggi sjúklinga. Nokkrir starfsmenn spítalans hafa aftur á móti ítrekað sagt í fjölmiðlum að við séum komin fram á bjargbrún í heilbrigðiskerfinu og jafnvel lengra. Þegar afleiðingar niðurskurðar fara að sjást í gögnum þá er það vegna þess að lífi og heilsu fólks hefur verið stefnt í voða. Það þarf að hafa gerst mörgum sinnum til þess að koma fram í marktækum tölulegum upplýsingum. Þess vegna þurfa heilbrigðisyfirvöld að leggja við hlustir þegar hver heilbrigðisstarfsmaðurinn á fætur öðrum varar við ástandinu. Þið verðið að trúa okkur og bregðast við áður en það er um seinan.Skaðlegur niðurskurður Ég vil benda á nokkur dæmi um skaðleg áhrif niðurskurðar á Landspítala. -Fárveikir sjúklingar liggja á göngum þar sem erfitt er að hvílast og ná bata. -Sjúklingar eru færðir fram og til baka um spítalann. Oft er ekki pláss á þeim deildum þar sem sérþekking á viðkomandi sjúkdómi er til staðar. Fyrir vikið verður meðferðin ekki eins markviss. -Hvíldartími heilbrigðisstarfsmanna er ekki virtur og margir neyðast til að vinna lengur en þeir vilja eða geta. Oft eru þeir með umsjón yfir fleiri sjúklingum en þeir ráða við. Þreyttir og yfirkeyrðir starfsmenn eru líklegri til að gera mistök. -Sjúklingar eru útskrifaðir eins fljótt og hægt er, stundum of fljótt. -Mikil ólga er meðal heilbrigðisstarfsmanna vegna álags og kjaramála. Það leiðir til þess að við missum fært fagfólk frá spítalanum. -Tækjabúnaður er gamall og úr sér genginn. Fresta þarf rannsóknum og aðgerðum af þeim sökum. -Biðlistar hafa lengst. Afleiðingar þess geta verið alvarlegar. Við megum ekki bíða eftir að dánartíðni aukist, biðlistar lengist úr hófi fram eða hvað eina sem mælir virkni heilbrigðiskerfisins. Of mikið hefur verið hagrætt á Landspítala og langlundargeð starfsmanna er á þrotum. Það mun kosta tíma og peninga að byggja aftur upp þjónustuna og snúa þessari óheillaþróun við.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun