Strax i leikskóla eftir fæðingarorlof Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 23. desember 2013 07:00 Samband íslenskra sveitarfélaga telur að það yrði dýrt fyrir sveitarfélögin að taka börn á aldrinum eins til tveggja ára inn á leikskóla. Mynd/AFP Þingmenn Vinstri grænna á Alþingi lögðu fram þingsályktunartillögu í haust um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Tillagan var samþykkt með nokkrum breytingum á Alþingi í vikunni. Samkvæmt henni á að skipa starfshóp á vegum menntamálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfshópurinn á að greina faglegar kröfur og fjárhagsleg sjónarmið sem taka þarf tillit til fari sveitarfélögin að bjóða börnum á aldrinum eins til tveggja ára upp á leikskólavist. Kanna á hver húsnæðisþörfin yrði og hversu marga nýja starfsmenn þyrfti að ráða. Hópurinn á að skila tillögum til ráðherra fyrir ágústlok á næsta ári. Í umsögn sem Samband íslenskra sveitarfélaga sendi inn vegna tillögunnar segir að markmiðið sé góðra gjalda vert en óhugsandi sé að hrinda tillögunni í framkvæmd án ítarlegs kostnaðarmats og samráðs við sveitarfélögin. Það myndi kosta sveitarfélögin gríðarlega fjármuni ef það yrði lögfest að öll börn ættu rétt á leikskólaplássi frá eins árs aldri. Sambandið segir að líklega yrði að hækka hámarksútsvar eða hækka gjaldskrá leikskóla töluvert og færa nær raunkostnaði. Raunkostnaður við hvert leikskólapláss á mánuði miðað við átta tíma vistun sé um 143 þúsund krónur á mánuði. Reykjavíkurborg hefur látið skoða kostnaðinn af því að taka börn á aldrinum eins til tveggja ára inn á leikskóla. Í skýrslu sem borgin gaf út fyrir rúmu ári kemur fram að það myndi kosta borgina rúmlega 1,2 milljarða króna að taka öll börn inn á leikskóla sem eru fædd á tímabilinu janúar til og með júlí 2011 fyrir utan kostnað vegna framkvæmda. Stöðugildum í leikskólum myndi fjölga um allt að 224 og stöðugildum leikskólastjóra um 12 ef byggðir yrðu 6 ungbarnaleikskólar. Einnig mætti gera ráð fyrir að 18 til 90 störf myndu skapast við hönnun og eftirlit og 42 til 210 störf við framkvæmdir til skamms tíma. Þá kemur fram í skýrslunni að ætla megi að börnum hjá dagforeldrum myndi fækka um 400 og dagforeldrum myndi fækka um helming. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þingmenn Vinstri grænna á Alþingi lögðu fram þingsályktunartillögu í haust um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Tillagan var samþykkt með nokkrum breytingum á Alþingi í vikunni. Samkvæmt henni á að skipa starfshóp á vegum menntamálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfshópurinn á að greina faglegar kröfur og fjárhagsleg sjónarmið sem taka þarf tillit til fari sveitarfélögin að bjóða börnum á aldrinum eins til tveggja ára upp á leikskólavist. Kanna á hver húsnæðisþörfin yrði og hversu marga nýja starfsmenn þyrfti að ráða. Hópurinn á að skila tillögum til ráðherra fyrir ágústlok á næsta ári. Í umsögn sem Samband íslenskra sveitarfélaga sendi inn vegna tillögunnar segir að markmiðið sé góðra gjalda vert en óhugsandi sé að hrinda tillögunni í framkvæmd án ítarlegs kostnaðarmats og samráðs við sveitarfélögin. Það myndi kosta sveitarfélögin gríðarlega fjármuni ef það yrði lögfest að öll börn ættu rétt á leikskólaplássi frá eins árs aldri. Sambandið segir að líklega yrði að hækka hámarksútsvar eða hækka gjaldskrá leikskóla töluvert og færa nær raunkostnaði. Raunkostnaður við hvert leikskólapláss á mánuði miðað við átta tíma vistun sé um 143 þúsund krónur á mánuði. Reykjavíkurborg hefur látið skoða kostnaðinn af því að taka börn á aldrinum eins til tveggja ára inn á leikskóla. Í skýrslu sem borgin gaf út fyrir rúmu ári kemur fram að það myndi kosta borgina rúmlega 1,2 milljarða króna að taka öll börn inn á leikskóla sem eru fædd á tímabilinu janúar til og með júlí 2011 fyrir utan kostnað vegna framkvæmda. Stöðugildum í leikskólum myndi fjölga um allt að 224 og stöðugildum leikskólastjóra um 12 ef byggðir yrðu 6 ungbarnaleikskólar. Einnig mætti gera ráð fyrir að 18 til 90 störf myndu skapast við hönnun og eftirlit og 42 til 210 störf við framkvæmdir til skamms tíma. Þá kemur fram í skýrslunni að ætla megi að börnum hjá dagforeldrum myndi fækka um 400 og dagforeldrum myndi fækka um helming.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira