Strax i leikskóla eftir fæðingarorlof Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 23. desember 2013 07:00 Samband íslenskra sveitarfélaga telur að það yrði dýrt fyrir sveitarfélögin að taka börn á aldrinum eins til tveggja ára inn á leikskóla. Mynd/AFP Þingmenn Vinstri grænna á Alþingi lögðu fram þingsályktunartillögu í haust um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Tillagan var samþykkt með nokkrum breytingum á Alþingi í vikunni. Samkvæmt henni á að skipa starfshóp á vegum menntamálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfshópurinn á að greina faglegar kröfur og fjárhagsleg sjónarmið sem taka þarf tillit til fari sveitarfélögin að bjóða börnum á aldrinum eins til tveggja ára upp á leikskólavist. Kanna á hver húsnæðisþörfin yrði og hversu marga nýja starfsmenn þyrfti að ráða. Hópurinn á að skila tillögum til ráðherra fyrir ágústlok á næsta ári. Í umsögn sem Samband íslenskra sveitarfélaga sendi inn vegna tillögunnar segir að markmiðið sé góðra gjalda vert en óhugsandi sé að hrinda tillögunni í framkvæmd án ítarlegs kostnaðarmats og samráðs við sveitarfélögin. Það myndi kosta sveitarfélögin gríðarlega fjármuni ef það yrði lögfest að öll börn ættu rétt á leikskólaplássi frá eins árs aldri. Sambandið segir að líklega yrði að hækka hámarksútsvar eða hækka gjaldskrá leikskóla töluvert og færa nær raunkostnaði. Raunkostnaður við hvert leikskólapláss á mánuði miðað við átta tíma vistun sé um 143 þúsund krónur á mánuði. Reykjavíkurborg hefur látið skoða kostnaðinn af því að taka börn á aldrinum eins til tveggja ára inn á leikskóla. Í skýrslu sem borgin gaf út fyrir rúmu ári kemur fram að það myndi kosta borgina rúmlega 1,2 milljarða króna að taka öll börn inn á leikskóla sem eru fædd á tímabilinu janúar til og með júlí 2011 fyrir utan kostnað vegna framkvæmda. Stöðugildum í leikskólum myndi fjölga um allt að 224 og stöðugildum leikskólastjóra um 12 ef byggðir yrðu 6 ungbarnaleikskólar. Einnig mætti gera ráð fyrir að 18 til 90 störf myndu skapast við hönnun og eftirlit og 42 til 210 störf við framkvæmdir til skamms tíma. Þá kemur fram í skýrslunni að ætla megi að börnum hjá dagforeldrum myndi fækka um 400 og dagforeldrum myndi fækka um helming. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Þingmenn Vinstri grænna á Alþingi lögðu fram þingsályktunartillögu í haust um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Tillagan var samþykkt með nokkrum breytingum á Alþingi í vikunni. Samkvæmt henni á að skipa starfshóp á vegum menntamálaráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfshópurinn á að greina faglegar kröfur og fjárhagsleg sjónarmið sem taka þarf tillit til fari sveitarfélögin að bjóða börnum á aldrinum eins til tveggja ára upp á leikskólavist. Kanna á hver húsnæðisþörfin yrði og hversu marga nýja starfsmenn þyrfti að ráða. Hópurinn á að skila tillögum til ráðherra fyrir ágústlok á næsta ári. Í umsögn sem Samband íslenskra sveitarfélaga sendi inn vegna tillögunnar segir að markmiðið sé góðra gjalda vert en óhugsandi sé að hrinda tillögunni í framkvæmd án ítarlegs kostnaðarmats og samráðs við sveitarfélögin. Það myndi kosta sveitarfélögin gríðarlega fjármuni ef það yrði lögfest að öll börn ættu rétt á leikskólaplássi frá eins árs aldri. Sambandið segir að líklega yrði að hækka hámarksútsvar eða hækka gjaldskrá leikskóla töluvert og færa nær raunkostnaði. Raunkostnaður við hvert leikskólapláss á mánuði miðað við átta tíma vistun sé um 143 þúsund krónur á mánuði. Reykjavíkurborg hefur látið skoða kostnaðinn af því að taka börn á aldrinum eins til tveggja ára inn á leikskóla. Í skýrslu sem borgin gaf út fyrir rúmu ári kemur fram að það myndi kosta borgina rúmlega 1,2 milljarða króna að taka öll börn inn á leikskóla sem eru fædd á tímabilinu janúar til og með júlí 2011 fyrir utan kostnað vegna framkvæmda. Stöðugildum í leikskólum myndi fjölga um allt að 224 og stöðugildum leikskólastjóra um 12 ef byggðir yrðu 6 ungbarnaleikskólar. Einnig mætti gera ráð fyrir að 18 til 90 störf myndu skapast við hönnun og eftirlit og 42 til 210 störf við framkvæmdir til skamms tíma. Þá kemur fram í skýrslunni að ætla megi að börnum hjá dagforeldrum myndi fækka um 400 og dagforeldrum myndi fækka um helming.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira